Paul Langerhans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Paul Langerhans

Paul Langerhans (1847 - 1888) var þýskur læknir. Frumuþyrpingar í brisi sem búa til beta-frumur sem búa til insúlín eru nefndar eftir honum, svonefndar Langerhans-eyjar.

Langerhans fæddist í Berlín 1847. Faðir hans var vel þekktur læknir og stjórnmálamaður. Hann lærði til læknis við Jenas-háskóla 1865–1866 og frá 1867 við Friedrich Wilhelm-háskólann í Berlín þar sem hann lauk examen-prófi 1869. Þegar á námsárunum gat hann sér nafns þegar hann með nokkurri hjálp frá kennara sínum, Julius Cohnheims, með aðferð sem Cohnheim þróaði að einhverju leyti þar sem gullklóríð litar taugaþræðina í smásjá 1867, tók eftir og gerði grein fyrir frumuþyrpingum í brisi sem síðan voru nefndar eftir honum. Þessar frumuþyrpingar framleiða beta-sellur sem framleiða aftur insúlín.

Að námi loknu starfaði hann á rannsóknarstofu Rudolf Virchows þar til hann 1870 ferðaðist til Mið-Austurlanda þar sem hann gerði mannfræðilegar athuganir. Hann sneri til baka síðar sama ár og starfaði þá sem herlæknir í fransk-prússneska stríðinu 1870–71. Eftir stríðið tók hann við prófessorsstöðu í meinafræði við Freiburg-háskóla.

Árið 1874 veiktist hann af berklum og þurfti að láta af störfum. Árið eftir flutti hann til Madeira. Eftir að hafa náð nokkrum bata tók hann að sinna læknastörfum í bænum Funchal á Madeira. Hann lést úr nýrnasjúkdómi 1888 og var grafinn í breska kirkjugarðinum í Funchal.