Fara í innihald

Partick Thistle F.C.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Partick Thistle Football Club
Fullt nafn Partick Thistle Football Club
Gælunafn/nöfn Thistle, The Jags, The Maryhill Magyars, The Harry Wraggs
Stofnað 1876
Leikvöllur Firhill Stadium
Stærð 10.102
Stjórnarformaður Fáni Skotlands Duncan Smillie
Knattspyrnustjóri Fáni Skotlands Kris Doolan
Deild Skoska B-deildin
2023-2024 3. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Partick Thistle Football Club er skoskt knattspyrnufélag frá Glasgow. Þrátt fyrir nafnið hefur félagið ekki verið í Partick-hverfinu frá árinu 1908 en heimavöllur þess er í Maryhill. Partick Thistle hefur alla tíð staðið í skugga stærri nágranna sinna í Celtic og Rangers, en hefur þó einu sinni unnið skoska bikarinn.

Partick Thistle var stofnað árið 1876 sem hverfalið í Glasgow. Það hóf þátttöku í skosku bikarkeppninni leiktíðina 1880-81 og um miðjan áratuginn tók félagið tvívegis þátt í enska bikarnum og fór alla leið í 16-liða úrslitin í seinna skiptið. Partick Thistle var meðal stofnfélaga skosku 2. deildarinnar haustið 1893 og hafði raunar keppt í forvera þeirrar keppni tvö ár þar á undan.

Liðið lék fyrst í efstu deild veturinn 1897-98 og varði næstu árum á flakki milli efstu og næstefstu deildar. Frá 1903 og til 1970 var Partick í deild þeirra bestu. Á þessu tímabili komst félagið í tvígang í úrslitalik bikarkeppninnar. Árið 1921 varð félagið bikarmeistari eftir 1:0 sigur á Rangers í úrslitaleik þar sem áhorfendur voru innan við 30 þúsund, miklu fleiri en tíðkaðist á úrslitaleikjum þessara ára. Vorið 1930 mættust sömu lið til úrslita. Fyrst skildu þau jöfn, 0:0 en Rangers vann 2:1 í aukaleik.

Besti árangur Partick Thistle í deildarkeppninni er þriðja sætið, sem það hefur náð þrívegis: árin 1948, 1954 og 1963. Árið 1971 varð félagið deildarbikarmeistari í fyrsta og eina skiptið eftir sigur á Celtic í úrslitum.

Frá áttunda áratugnum hefur Partick Thistle að mestu haldið sig í næstefstu deild, en þó öðru hvoru komist upp í úrvalsdeildina og þrisvar sinnum fallið alla leið niður í þriðju efstu deild. Á þessu tímabili hefur fjárhagsstaðan oft verið erfitt og félagið á köflum rambað á barmi gjaldþrots.

Partick Thistle hefur þrívegis komist í Evrópukeppni, árin 1963, 1972 og 1995. Í síðastnefnda skiptið keppti félagið í Intertoto-bikarnum þar sem Keflavík var meðal mótherja. Lauk viðureign þeirra með 3:1 sigri skoska liðsins.

Einkennislitir

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu áratugina lék Partick Thistle í ýmsum litasamsetningum. Það var fyrst leiktíðina 1936-37 sem núverandi litasamsetning, gulur, rauður og svartur var kynnt til sögunnar. Ástæðan mun upphaflega hafa verið sú að félagið gat fengið ódýrar notaðar treyjur frá rúgbíliði í grenndinni.