Pardussnigill
Pardussnigill | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Limax maximus Linnaeus 1758 Limax cinereus Lister, 1678 |
Pardussnigill eða grásnigill (fræðiheiti Limax maximus) er snigill sem finnst meðal annars á Íslandi, einkum í húsagörðum og gróðurlendi í nágrenni garða. Hann sækist í að komast í laufbingi og safnhauga og nærist á rotnandi jurtaleifum og sveppum. Á Íslandi fannst hann fyrst í Grafarvogi 1997. Pardussniglar valda litlum skaða á gróðri og veiða aðra snigla meðal annars litla Spánarsnigla og borða egg þeirra. Sniglarnir geta orðið 20 sm að lengd og þeir eru mest á ferli á næturna.[1]
Pardussnigill er tvíkynjungur og við mökun þarf tvo snigla sem frjóvga egg hvor annars. Mökunaratferli er sérstakt, sniglarnir núa saman líkömum sínum og snertast og leita svo upp á við til dæmis upp í tré þar sem þeir hengja sig up í þykkum slímþræði og vefjast hver um annan. Þar fer mökun og fróvgun fram og síðan detta þeir niður á jörðina. Báðir sniglarnir geta átt hundruð eggja.