Fara í innihald

Flokkur:Sniglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sniglar (fræðiheiti: Gastropoda) eru stærsti flokkur lindýra með 60-75.000 tegundir, þar á meðal land- og sjávarsnigla og ótal sjávar- og vatnadýr. Sniglar eru venjulega með höfuð sem á eru tveir fálmarar og kviðlægan fót. Flestar tegundir eru með eina skel sem oftast er undin upp og myndar snúð eða spíral (kuðung). Sumar tegundir, þar af flestir fortálknar eru með nokkurs konar lok sem lokar skelinni þegar dýrið dregur sig inn í hana.

Sniglum var samkvæmt hefðbundinni dýrafræði skipt niður í þrjá undirhópa: Fortálkna (Prosobranchia), bertálkna (Opistobranchia) og lungnasnigla (Pulmonata) en þessi flokkun er núna að breytast og flestir farnir að flokka bertálkna (Opistobranchia) sér.

Sniglar eru með skráptungu, sem er tennt hornkennd tunga sem þeir nota til að skrapa fæðu og rífa hana, t.d. lauf eða plöntur.