Pantsen Lama

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrsti Pantsen Lama

Pantsen Lama, einnig skrifað Panchen Lama (tíbetska: པན་ཆེན་བླ་མ) sem einnig er nefndur Panchen Rimpoche eða Tashi Lama er næst æðsti leiðtogi í Gelug-grein tíbetsks búddisma. Pantsen Lama er álitinn vera búddann Amitabha endurholdgaður. Titillinn þýðir nánast „fræðimaðurinn mikli“ og er settur saman úr sanskrítarorðinu paṇḍita (fræðimaður) og tíbetska orðinu chenpo (hinn mikli). Það var hinn fimmti Dalai Lama sem uppgötvaði fyrsta Pantsen Lama á 17. öld. Eftir andlát Dalai Lama er Pantsen Lama ábyrgur fyrir því að finna endurholdgun hans og öfugt.

Árið 1924 lentu hinn þrettándi Dalai Lama og hinn níundi Pantsen Lama í harðsvíruðum deilum sem enduðu með því að sá síðarnefndi flúði frá aðalstöðvum sínum í klaustrinu í Shigatse. Kínversk yfirvöld reyndu að notfæra sér þessar deilur og buðu Pantsen Lama að setjast að í Kína. Þegar níundi Pantsen Laman dó 1937 reyndu kínversk yfirvöld að stjórna því hver yrði fyrri valinu sem næsta endurholdgun. Fyrir valinu varð Chökyi Gyaltsen, en yfirvöldin í Lhasa samþykktu það ekki. Það var ekki fyrr en eftir innrás Kínverja í Tíbet 1951 sem hinn fjórtándi Dalai Laman neyddist til að samþykkja valið á hinum nýja Pantsen Lama.

Hinn tíundi Pantsen Lama lést 1989 og hófst þá leit að endurholdgun hans. Hinn fjórtándi Dalai Lama viðurkenndi Gedhun Chökyi Nyima þann 14. maí 1995 sem hinn ellefta í endurholdgunarröð Pantsen Lama. Kínverska ríkisstjórnin valdi hins vegar annað barn, Gyancain Norbu, í staðin. Gedhun Chökyi Nyima var settur í stofufangelsi sex ára gamall. Það er með öllu óvíst hvar hann er eða hvort hann er en á lífi.[1]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „China Fails to Respond to UN Rights Expert's Question on Panchen Lama|date=2008-04-25“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. september 2017. Sótt 8. janúar 2010.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Hilton, Isabel. The search for the Panchen Lama (London: Viking, 1999). ISBN 0-670-86141-3. Libris 5102532.
  • Goldstein, Melvyn C. The snow lion and the dragon (Berkeley: University of California Press, 1997).
  • Kapstein, Matthew T. The Tibetans (Oxford: Blackwell Publishing, 2006). ISBN 978-0-631-22574-4.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]