Fara í innihald

Pantanal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mörk Panatal-svæðisins í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ

Pantanal er eitt stærsta votlendissvæði jarðar. Það er í hitabeltinu og er að mestu innan brasilíska héraðsins Mato Grosso do Sul en að hluta í héraðinu Mato Grosso og nær inn í löndin Bólivíu og Paragvæ. Það nær yfir 195000 km². Á svæðinu eru mörg mismunandi vistkerfi. Á regntímabilinu er um 80 % af svæðinu undir vatni og með vatninu og ám sem falla á svæðið berast næringarefni. Nafn svæðisins Pantanal er dregið af portúgalska orðinu pântano sem þýðir votlendi, mýrar eða fenjasvæði. Hálendi Brasilíu er til aðgreiningar nefnt planalto sem þýðir háslétta. Pantanal er á heimsminjaskrá Unesco vegna sérstæðrar náttúru þar og hluti af svæðinu er friðaður.