Fara í innihald

Paka-paka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Paka-paka er aðferð til að skapa spennu þar sem bakgrunnurinn skiptir um liti mjög hratt, notuð í anime teiknimyndum. Hugtakið varð mjög þekkt árið 1997 þegar um 12.000 börn í Japan fengu einkenni tengd flogaveiki við að horfa á Pokémon þáttinn Dennō Senshi Porygon þar sem þessari aðferð var beitt. Eftir atvikið settu sjónvarpsstöðvar sjálfviljug reglur á notkun á paka-paka. Forrit voru hönnuð sérstaklega til að greina magnið á litabreitingum og blikki sem fréttastofur notuðu. Ennþann dag í dag er gefin viðvörun á efni sem gæti valdið flogaköstum.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi anime/mangagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.