Fara í innihald

Mósaík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mósaík frá Pompei

Mósaík er mynd sem er sett saman úr litlum mislitum flísum (úr steini, gleri eða brenndum leir), sem mynda eina heild.

Mósaík á íslensku[breyta | breyta frumkóða]

Íslenskir höfundar hafa margir reynt að finna íslenskt heiti yfir mósaík, en ekkert eitt hefur haft sigur yfir önnur. Á meðal þeirra orða sem komið hafa upp má til dæmis nefna orð eins og: steinfella (eða steinfellumynd[1]), steinglit (eða steinglitsmynd), flögumynd eða glerungsmynd. Jón Trausti rithöfundur kallaði mósaík steintiglaleggingu er hann skrifaði um mósaíkverkin í Grünes Gewölbe þegar hann ferðaðist um Þýskaland árið 1905. Thor Vilhjálmsson nefndi mósaík litagnamynd í bók sinni Hvað er San Marino?

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Til fundar við skáldið; Ólafur Ragnarsson, Veröld, Reyjavík 2007, bls. 111
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.