Oscar Carlén
Útlit
Oscar Carlén (fæddur 11. maí 1988) er sænskur handboltamaður. Hann hefur leikið með liði Flensborgar frá árinu 2008 en hann fer til Hamborgar árið 2011. Carlén er hægri skytta og er sonur handboltamannsins Pers Carlén sem var rekinn frá þjálfun Flensborgar. Carlén er 193 cm að hæð og spilar í treyju númer 6 hjá Flensburg. Uppeldisfélag Carlén er Ystads IF HF í Svíþjóð en þar lék hann í Meistaraflokki frá árinu 2005 til 2008 en þá hélt hann til Flensborgar. Fyrsti leikur Carléns fyrir sænska landsliðið var árið 2007, 2. apríl gegn Noreg.
Þetta æviágrip sem tengist handknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.