Fara í innihald

Jarðsvín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Orycteropus)
Jarðsvín

Ástand stofns
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Píputannar (Tubulidentata)
Huxley, 1872
Ætt: Jarðsvínaætt (Orycteropodidae)
Gray, 1821
Ættkvísl: Jarðsvínaættkvísl (Orycteropus)
G. Cuvier, 1798
Tegund:
afrískt jarðsvín

Tvínefni
''Orycteropus afer
(Pallas, 1766)

Jarðsvín (fræðiheiti: Orycteropus afar) er riðvaxið spendýr sem lifir í Afríku. Jarðsvín lifa að mestu á maurum og termítum, en þrátt fyrir útlit og lifnaðarhætti er jarðsvínið ekki skylt öðrum mauraætum á borð við beltisdýrið. Jarðsvínið er skyldast hófdýrum. Jarðsvínið ferðast að næturþeli en hefst við í neðanjarðarbæli á daginn. Jarðsvín eru einlífisverur og deila ekki bæli sínu með öðrum jarðsvínum nema um sé að ræða móðir og grísling. Jarðsvínið er búið miklum klóm og kraftmiklum hrömmum sem eru vel til þess fallnir að grafa holur í termítahrauka eða mauraþúfur.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.