Fara í innihald

Opin þekking

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Opin þekking er þekking sem manni er frjálst að nota, endurnýta og dreifa án lagalegra, félagslegra eða tæknilegra tarkmanna.[1] Opin þekking eru reglur og aðferðafræði í tengslum við framleiðslu og dreifingu á efni  á opinn hátt. Þekking er talin í stórum dráttum innihalda gögn, efni og almennar upplýsingar.

Hugmyndin um opna þekkingu er tengd opnum hugbúnaði og Skilgreining Opinnar Þekkingar er beint upp úr Skilgreiningu Opins Hugbúnaðar. Opna þekkingu má líta á sem yfirflokk opinna gagna, opins efnis, opins menntaefnis og frjáls opins aðgangs með það að markmiði að leggja áherslu á hvað þessir flokkar eiga sameiginlegt.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Á sama hátt og aðrar 'opnar' hugmyndir eins og að opna gögn og opna efni, þó hugtakið sé frekar nýtt, þá er hugmyndin gömul. Til dæmis er einn af elstu prentuðu textum sem við höfum á skrá, afrit af Buddhist Diamond Lótus sem var útgefinn í Kína í kringum 868 e.Kr., og í honum er hægt að finna formála sem segir: "fyrir alhliða frjálsa dreifingu".[2]

Buddhist Sutra fragment

Tuttugasta öldin[breyta | breyta frumkóða]

Snemma á tuttugustu öld hófst umræða um hugverkarréttindi meðal þýska jafnaðarmannaflokksins. Lykilmaður í umræðunni var Karl Kautsky sem árið 1902 helgaði hluta af bæklingi sínum um "Vitsmunalega Framleiðslu" þar í að greina vitsmunalega framleiðslu frá framleiðslu efna:

"Kommúnismi í framleiðslu efna, stjórnleysi í framsleiðslu á þeim vitsmunalegu,  það er tegund af Sósíalista framleiðslu, eins og það mun þróast frá stjórnun verkalýðsins—í öðrum orðum, frá Félagslegu byltingunni og í gegnum rökfræði efnahagsstaðreynda, hvað sem verður: óskir, fyrirætlanir, og kenningar verkalýðsins."[3]: 40 

Þetta var byggt á greiningu á að kenning Karl Marx's Lög um gildi hafi aðeins áhrif á framleiðslu efna, ekki vitsmunalega framleiðslu.

Með þróun internetsins frá 1990, varð miklu auðveldara að afrita og deila upplýsingum um allan heim. Slagorðið 'upplýsingar vilja vera frjálsar' varð baráttuslagorð fyrir fólk sem vildi búa til internet án þeirra fjárhagslegra hindranna sem það taldi hemja skapandi tjáningu í hefðbundinni framleiðslu efna.

Wikipedia var stofnað árið 2001 með það að markmiði að veita upplýsingar sem hægt væri að breyta og betrumbæta til að bæta gæði upplýsinga. Velgengni Wikipedia varð lykilþáttur í að gera opna þekkingu að einhverju sem milljónir fólks nýta til að bæði afla upplýsinga og miðla þeim frá sér.

Skipulagsheildir og starfsemi sem stuðla að opinni þekkingu[breyta | breyta frumkóða]

Snið:Unreferenced section

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Opin Skilgreining | opendefinition.org
  2. „Gildi Almennings“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. apríl 2012. Sótt 3. febrúar 2017.
  3. Kautsky, Karl (1903). The Social Revolution and, On the Morrow of the Social Revolution. London: Twentieth Century Press. Sótt 24. febrúar 2016.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.