Fara í innihald

Naðurtunga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ophioglossum azoricum)
Naðurtunga
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Psilotopsida
Ættbálkur: Ophioglossales
Ætt: Naðurtunguætt (Ophioglossaceae)
Ættkvísl: Naðurtungur (Ophioglossum)
Tegund:
Naðurtunga (O. azoricum)

Tvínefni
Ophioglossum azoricum
C. Presl

Naðurtunga (fræðiheiti: Ophioglossum azoricum) er byrkningur af naðurtungnaætt. Hún hefur 1 til 3 blöð út frá uppréttum jarðstöngli. Blaðka þeirra er lensulaga eða oddbaugótt, 2 til 4 sentimetrar á lengd og 5 til 15 millimetrar á breidd.

Gróhirslur naðurtungu er að finna í þéttum röðum eftir endilöngu axi plöntunnar. Naðurtunga á kjörlendi sitt í volgum jarðvegi, s.s. á laugarbökkum eða leirflögum. Hún vex við Atlantshaf, s.s. á Grænlandi, Asóreyjum, Frakklandi, Bretlandi og Ísland (þar sem hún er mjög sjaldgæf).

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.