Naðurtunga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Naðurtunga
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Psilotopsida
Ættbálkur: Ophioglossales
Ætt: Naðurtunguætt (Ophioglossaceae)
Ættkvísl: Naðurtungur (Ophioglossum)
Tegund:
Naðurtunga (O. azoricum)

Tvínefni
Ophioglossum azoricum
C. Presl

Naðurtunga (fræðiheiti: Ophioglossum azoricum) er byrkningur af naðurtungnaætt. Hún hefur 1 til 3 blöð út frá uppréttum jarðstöngli. Blaðka þeirra er lensulaga eða oddbaugótt, 2 til 4 sentimetrar á lengd og 5 til 15 millimetrar á breidd.

Gróhirslur naðurtungu er að finna í þéttum röðum eftir endilöngu axi plöntunnar. Naðurtunga á kjörlendi sitt í volgum jarðvegi, s.s. á laugarbökkum eða leirflögum. Hún vex við Atlantshaf, s.s. á Grænlandi, Asóreyjum, Frakklandi, Bretlandi og Ísland (þar sem hún er mjög sjaldgæf).

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist