Fara í innihald

Haustfeti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Operophtera brumata)
Haustfeti

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Ætt: Fetafiðrildaætt (Geometridae)
Ættkvísl: Operophtera
Tegund:
O. brumata

Tvínefni
Operophtera brumata
Linnaeus, 1758

Haustfeti (fræðiheiti: Operophtera brumata) er lítið fiðrildi af fetaætt. Haustfetinn verpir eggjum sínum á trjágreinar. Þar bíða þau vors og klekjast þegar brum fer að springa. Lirfurnar eru allt fram eftir júní að vaxa. Þær éta laufblöð margra trjátegunda og geta skaðað þau verulega. Karldýrin eru nokkuð áberandi. Þau sitja oft í verulegum fjölda á húsveggjum, gulgrá á lit. Á lygnum kvöldum laðast haustfetinn gjarnan að útiljósum eða ljósum í gluggum. Kvendýrin eru öllu óásjálegri og verða fæstir þeirra varir. Í stað vængja hafa þau aðeins örlitla vængstúfa.

Haustfeti á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu fiðrildin birtast á Íslandi upp úr miðjum september, en flest þó ekki fyrr en í október. Stöku haustfetar sjást fram í miðjan nóvember. Haustfeti er útbreiddur um allt sunnanvert landið og hefur auk þess fundist á Akureyri. Hann er ekki vandlátur í fæðuvali og sækir á flestöll lauftré sem ræktuð eru hér á landi.[1] Haustfetinn varð að töluverðri plágu á Akureyri árið 1976-1977.

  1. Skógræktin. „Haustfeti“. Skógræktin. Sótt 11. september 2020.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.