Olíumálning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Olíumálning í túpum.

Olíumálning er eins og nafnið gefur til kynna málning sem innheldur olíu sem bindiefni og er mikið notuð af myndlistarmönnum og húsamálurum. Myndlistarmenn búa sumir hverjir til sína eigin olíumálningu með því að blanda litadufti saman við línolíu (úr hörfræjum), valhnetuolíu eða valmúaolíu. Línolía er langalgengust, ýmist hrein, soðin eða í formi fernisolíu. Yfirleitt er blandað í hana efnahvötum til að flýta fyrir þornun. Talið er að olíumálning hafi verið fundin upp á 12. öld, en yfirleitt er talað um að hún líti dagsins ljós á endurreisnartímann og að sá fyrsti til að nota hana hafi verið hinn flæmski listmálari Jan van Eyck.

Í almennu tali er orðið „olíumálning“ oft notað um alkýðmálningu sem er algeng í húsamálun og hegðar sér á svipaðan hátt og línolíumálning; leysist til dæmis upp með terpentínu. Alkýð er þó ekki olía heldur fjölliða sem inniheldur fitusýruhluta.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.