Oddi (Rangárvöllum)
Útlit
(Endurbeint frá Oddi á Rangárvöllum)
Oddi er sveitabær og kirkjustaður á Rangárvöllum í Rangárvallasýslu. Bærinn stendur á oddanum sem myndast á milli Ytri- og Eystri-Rangánna og Þverár, þar sem hún rennur saman við Ytri-Rangá og ber því nafn með rentu. Þar hefur verið kirkja síðan í öndverðri kristni. Þar bjó Sæmundur fróði Sigfússon og afkomendur hans eftir hann í tvær aldir og nefndust þeir Oddaverjar.
Í Odda hafa verið margir frægir prestar, þeirra frægastur er Sæmundur fróði Sigfússon. Aðrir þekktir prestar voru til dæmis Matthías Jochumsson um tíma á 19. öld og Arngrímur Jónsson um tíma á 20. öld.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Við Oddastað. Jónas Jónsson, Andvari 1. janúar 1947, bls. 64–78.