Fara í innihald

Náttúrufræðistofnun Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Náttúrufræðistofnun Íslands er ríkisstofnun sem tilheyrir umhverfisráðuneytinu. Setur stofnunarinnar er í Garðabæ. Náttúrufræðistofnun Íslands er afsprengi Hins íslenska náttúrufræðifélags, en félagið var stofnað 16. júlí 1889 í leikfimishúsi barnaskólans í Reykjavík. Annað afsprengi Hins íslenska náttúrufræðifélags er Náttúruminjasafn Íslands. Náttúrufræðistofnun Íslands varð formlega til árið 1965 þegar lög um stofnunina voru sett, en þau byggðust á starfsemi náttúrugripasafns þess sem Hið íslenska náttúrufræðifélag hafði fært ríkinu að gjöf árið 1947.

Meginhlutverk Náttúrufræðistofunar Íslands er að rannsaka íslenska náttúru og stunda skipulega heimildasöfnun um hana með því að :

  • skrá tegundir plantna, dýra, örvera, steinda, bergtegunda og jarðmyndana sem finnast á Íslandi og í sjónum umhverfis landið
  • safna eintökum af þessum tegundum og varðveita
  • vakta ástand hinna ýmsu dýrastofna og gróðursamfélaga,
  • rannsaka lífshætti og vistfræði einstaka lífverutegunda og stofna og þá krafta sem ráða gerð og þróun íslenskrar náttúru,
  • afla gagna um skriðuföll á landinu og meta vá af þeirra völdum,
  • annast fuglamerkingar.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.