Náttskuggaætt
Útlit
Náttskuggaætt | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blómstrandi englatrompet.
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
|
Náttskuggaætt eða kartöfluætt (fræðiheiti: Solanaceae) er ætt dulfrævinga sem margir eru ætir en sumir eitraðir (og sumir bæði með eitraða og æta hluta). Margar jurtir af þessari ætt eru hagnýttar af mönnum og eru mikilvægt hráefni í matargerð, sem krydd og í lyfjagerð. Margar jurtir af þessari ætt innihalda aftur á móti mikið magn af beiskjuefnum sem geta haft eitrunaráhrif á menn og dýr, allt frá minniháttar óþægindum að því að vera banvæn í litlum skömmtum.
Blóm jurta af náttskuggaætt eru venjulega keilulaga eða trektlaga með fimm samvaxin krónublöð. Laufin eru stakstæð, oft með loðið yfirborð.