Notandi:Maxí/Stéttaskipting á Bretlandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stéttaskipting á Bretlandi er flókið og lifandi fyrirbæri. Í gegnum tíðina hafa stéttaskiptingar haft mikil áhrif á félagsgerð Breta og hugtakið er enn áberandi á 21. öld. Skilgreiningar á stéttum eru mjög umdeildar á Bretlandi en oftast koma þættir á borð við auð, menntun og atvinnu til greinar. Til skamms tíma var Breska þingið byggt á stéttakerfi: lávarðadeildin stóð fyrir yfristéttina og fulltrúadeildin fyrir alla aðra. Drottningin er talin efst í stéttakerfinu.

Breska samfélagið hefur breyst mikið síðan lok seinni heimsstyrjaldarinnar, með fleiri í háskólum og fleiri húseigendur. Hagkerfið grundvallast nú aðallega á þjónustum þar sem það var áður fyrr byggt á framleiðslu. Margir innflytjendur eru komnir til landsins og hlutverk kvenna hefur breyst töluvert. Samfélagið er líka einstaklingsháðara. Þrátt fyrir þessar breytingar er ekki hægt að tala um stéttleysi á Bretlandi. Rannsóknir sýna að stéttakerfið hefur enn áhrif á félagslega stöðu en það er aðskilið frá henni.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Á Bretlandi missti aðallinn aldrei eignir sínar svo sem í öðrum evrópskum löndum eftur Frönsku byltinguna og á 20. öld. Auk þess blandaðist aðallinn saman við nýríka fólkið meira en í öðrum löndum. Breska heimsveldið og vaxandi hagkerfið veittu líka fátækari menntuðum mönnum tækifæri til þess að rísa upp í gegnum stéttakerfið.

Sagnfræðingurinn David Cannadine telur árið 1880 hámark áhrifa gömlu valdamiklu fjölskyldnanna. Eftir það dvínuðu áhrif þessara fjölskyldna af nokkrum ástæðum. Mörg herragarðshús (e. country houses) voru rifin niður á þessum tíma. Auður þessara fjölskyldna en ekki áhrif jókst á níunda áratugnum þegar verð margra lóða og málverka hækkaði verulega.

Á þessum tíma nutu millistéttirnar mikils vaxtar og aukandi velgengni, og öðluðust mun meiri áhrif í pólitískum málum en í öðrum evrópskum löndum. Bresku millistéttarnir komu framhjá stórfelldri lagskiptingu sem önnur evrópsk lönd upplifðu og mynduðu einn stóran hóp með lágaðlinum og vinnandi fólki. Fjármálamiðstöð Bretlands, Lundúnaborg, óx mikið á þessum tíma og var aðgengileg mörgum.