Notandi:Lana Kolbrún
Lana Kolbrún Eddudóttir (f. 1965) stundar nám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún var dagskrárgerðarmaður á tónlistardeild Rásar 1, Ríkisútvarpinu, á árunum 1991-2014. Var lengst með jazzþáttinn Fimm fjórðu og dægurlagaþáttinn Litlu fluguna, og var kynnir í útsendingum frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Jazzhátíðar Reykjavíkur[1]. Lana starfaði lengi fyrir Samtökin '78. Hún var fyrsta konan sem gegndi formennsku í samtökunum, 1989-1990, og aftur 1993-1994 þegar HIV-veiran og alnæmi var í algleymingi á Íslandi. Árið 1994 sat Lana í nefnd um málefni samkynhneigðra á vegum forsætisráðuneytisins en starf nefndarinnar leiddi til fyrstu löggjafarinnar um staðfesta samvist[2] á Íslandi og verndarlöggjafar fyrir hinsegin fólk. Helstu áhugamál Lönu fyrir utan sagnfræðina eru málefni kvenna, hinsegin tilvera, vísindaskáldsögur, flugvélar, dýr og náttúra. Eiginkona Lönu var Jóhanna Björg Pálsdóttir [1960-2018], brautryðjandi í kvennaíþróttum og landsliðskona í handbolta og fótbolta.
- ↑ „Morgunblaðið - Morgunblaðið - Jazzhátíð Reykjavíkur - auglýsing (01.09.2000) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 11. október 2020.
- ↑ Arnarsson, Daníel (10. janúar 2001). „Staðfest samvist“. Samtökin '78 (bandarísk enska). Sótt 11. október 2020.