Notandi:Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Kristinn Ágúst Friðfinnsson (f. 27. ágúst 1953 í Reykjavík) er sóknarprestur í Hraungerðisprestakalli og trúnaðarmaður fatlaðra á Suðurlandi.
Ætt og uppruni
[breyta | breyta frumkóða]Foreldrar Kristins eru þau Ósk Sophusdóttir (fædd 20. janúar 1930), húsfreyja og sjúkraliði og Friðfinnur Kristinsson (fæddur 27. október 1926, látinn 26. apríl 1982), framkvæmdastjóri í Reykjavík.
Fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Maki Kristins er Anna Margrét Guðmundsdóttir (fædd 15. september 1955), hjúkrunarfræðingur BSc frá Háskóla Íslands og djáknanemi.
Börn Kristins og Önnu Margrétar eru: Friðfinnur Freyr, viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík (fæddur 18. júlí 1980), Melkorka Mjöll (fædd 22. júlí 1981), BA í heimspeki, nú laganemi, gift Skúla Skúlasyni, rafvirkjanema (fæddur 22. apríl 1980) á Keldum, Magnús Már, verkfræðinemi, (fæddur 29. júlí 1986), og Kolbeinn Karl, viðskiptafræðingur, masternemi við CBS í Kaupmannahöfn (fæddur 27. júní 1987).
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Kristinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1975. Árin 1975 - 1978 nam hann söng við einsöngvaradeild Tónlistarskóla Reykjavíkur. Kristinn nam guðfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan cand.theol.-gráðu árið 1981. Lokaritgerð hans var á sviði félagslegrar siðfræði. Kristinn stundaði aukinheldur nám í sifjarétti. Frá árinu 1981 stundaði Kristinn nám og rannsóknir í trúarlífssálarfræði, einkum um guðshugtakið í umfjöllun geðlækna og sálfræðinga á 20. öld. Hann nam einnig almenn og sérhæfð sálgæslufræði og klíníska samtalstækni. Hann hefur sótt námskeið og fyrirlestra á sviði sálgæslufræði jafnt innan lands og utan. Kristinn hefur stundað nám á meistarastigi í sálgæslufræði. Hann stundar Einnig stundar sáttamiðlaranám sáttamiðlaranám til mastersgráðu við Kaupmannahafnarhásóla
Helstu störf
[breyta | breyta frumkóða]Stundakennari í siðfræði við Þroskaþjálfaskóla Íslands 1979 - 1981 og 1984 - 1986. Dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið frá 1978, fréttaritari 1982 - 1984. Aðstoð í Hveragerðis- og Selfossprestaköllum sumarið 1979. Settur sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði 1.10. 1981, skipaður 1.6. 1982 - 31.5. 1984. Stundakennari við Grunnskóla Suðureyrar 1981 - 1984. Framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar 1984 - 1985. Tryggingaráðgjöf 1986 - 1988 og í hlutastarfi til 1991. Settur sóknarprestur í Seljaprestakalli í Reykjavík (í forföllum) 1.9. - 31.10. 1988 og dómkirkjuprestur (einnig í forföllum) 1.1. - 30.6. 1989. Aðstoðarprestur dómprófasts, sr. Guðmundar Þorsteinssonar, 1.10. 1989 - 31.5. 1991. Hefur annast reglulegt helgihald í safnkirkju Árbæjarsafns í Reykjavík síðan 1989. Skipaður prestur í Hraungerðisprestakalli í Árnessýslu frá 1.3. 1991. Hann þjónar við Hraungerðiskirkju, Laugardælakirkju og Villingaholtskirkju. Leiðbeinandi við Þingborgarskóla 1992 - 1993. Trúnaðarmaður fatlaðra á Suðurlandi frá 1.6. 1993. Settur sóknarprestur á Selfossi, við prestaskipti þar, 1.8. - 30.9. 1994. Tungumálakennsla á Selfossi fyrir almenning frá 1995; dagskrárgerð fyrir Útvarp Suðurlands, fyrirlestrar og námskeið á vegum fyrirtækisins Rætt og ritað frá 1996. Hefur síðan árið 2000 þrisvar verið settur meðdómsmaður í sifjaréttarmálum á héraðsdómsstigi.
Félags- og trúnaðarstörf
[breyta | breyta frumkóða]Forseti Nemendafélags MH 1974 - 1975. Í Stúdentaráði HÍ 1976 - 1978 og í stjórn þess 1977 - 1978. Fulltrúi stúdenta í háskólaráði 1976 - 1978. Í kennslu- og rannsóknanefnd HÍ 1976 - 1978 og í hönnunarnefnd nýbygginga á háskólalóð 1978 - 1981. Í stjórn Æskulýðssambands Íslands 1977 - 1981. Kjörinn af borgarstjórn í Æskulýðsráð Reykjavíkur 1978, varaformaður til 1981, formaður samstarfsnefndar Reykjavíkurborgar og Bústaðakirkju um rekstur æskulýðsmiðstöðvarinnar Bústaða 1978 - 81. Fulltrúi á ráðstefnum og fundum innan lands og utan um námsmanna- og æskulýðsmál 1976 - 1981, m.a. fulltrúi í Evrópuráði æskunnar í Hollandi 1979 og fulltrúi Reykjavíkurborgar á höfuðborgarráðstefnu Norðurlanda um æskulýðsmál 1980. Fulltrúi á Evrópuþingi presta 1994. Í æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar 1981 - 1984. Skipaður af menntamálaráðherra 1983 í undirbúningsnefnd Alþjóðaárs æskunnar 1985. Í stjórn Prestafélags Íslands 1992 - 1998, varaformaður félagsins um tíma en lengst af kjarafulltrúi. Beitti sér fyrir endurskoðun á siðareglum presta 1992 og átti sæti í nefnd til að semja frumvarp að siðareglum sem öðluðust gildi 1984. Skipaður af dóms- og kirkjumálaráðherra í nefnd 1995 til að skoða fyrirkomulag þóknunar til presta fyrir embættisverk. Formaður sunddeildar Ungmennafélags Selfoss og í aðalstjórn UMFS frá 1999. Hefur auk þess átt sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum hins íslenska ríkis, Reykjavíkurborgar og frjálsra félagasamtaka.
Kristinn hefur komið fram í tuttugu kvikmyndum. Hann lék m.a. ferjumanninn í Börnum náttúrunnar (1991), læriföður í Myrkrahöðingjanum (2000), prestinn í lokaatriði 101 Reykjavík (2000). Auk þess kom hann fram í Hvítum mávum (1985), stuttmynd byggðri á þjóðsögu um niðurkvaðningu draugs í Villingaholtskirkjugarði (2004), Bjólfskviðu (2005), Mýrinni (2006) og fleiri myndum. Í október 2012 var frumsýnd heimildarmynin um hann, Hreint hjarta.
Ritstörf
[breyta | breyta frumkóða]Greinaskrif
[breyta | breyta frumkóða]Kristinn hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit, m.a.:
- „Að víkka hugmyndina um hlutverk kirkjunnar“, Kirkjuritið 3, 1980
- „Ný kirkjuvitund“, sama rit 1, 1984.
- „Stattu með mér: um störf trúnaðarmanna fatlaðra“, Þroskahjálp, 1995.
Þýðingar
[breyta | breyta frumkóða]- Fjársjóður jólanna e. Norman Vincent Peale, 1993
- Máttur bænarinnar (meðþýð.) e. Norman Vincent Peale, 1994, 2. útg. 2000.
Ritstjórnar- og ritnefndarstörf
[breyta | breyta frumkóða]- Ritstjóri Orðsins 12. - 13. árg. 1977 - 1979.
- Ritstýrði og annaðist útgáfu Fréttabréfs Húseigendafélagsins um tíma
- Sat í ritnefnd Kirkjuritsins.