Notandi:Ibb/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslandsfundurinn[breyta | breyta frumkóða]

Íslandsfundurinn var leiðtogafundur milli Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtoga Sovétríkjanna sem haldinn var í Höfða 11.- 12. október 1986. Tilgangur fundsins var undirbúa fund leiðtoganna í Washington ári síðar en þar átti að ræða að ræða um takmörkun á vígbúnaði og ræða deilu- og mannréttindamál.
Um tíma kom til greina að halda fundinn á Hótel Sögu, Kjarvalsstöðum en þar hittust Pompidu forseti Frakklands og Nixon forseti Bandaríkjanna árið 1973.

Mikil öryggisviðbúnaður var við komu leiðtogana, sem dæmi má nefna að skotheldar bifreiðar voru fluttar til landsins, hús í nágrenni við Höfða voru rýmd á meðan fundinum stóð og var eftirlit með farþegum til landsins hert en fundurinn var ákveðin með aðeins 10 daga fyrirvara. Í fylgdarliði leiðtogana voru alls um 400 manns en einnig heimsóttu um 1.000 blaðamenn landið vegna fundarins.

Niðurstaða[breyta | breyta frumkóða]

Fundinum var þó slitið án niðurstöðu en þrátt fyrir það er talið að hann hafi gengt gífurlega mikilvægu hlutverki í þróun afvopnunarmála og verið mikilvægur þáttur í undirritun INF-sáttmálans í desember 1987.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Reykjavik Summit: The Legacy and a Lesson for the Future“.
  • „The INF Treaty“.
  • „Morgunblaðið, 1. október 1986. Óvæntur fundur leiðtoga Bandarikjanna og Sovétríkjanna: Gorbachev bauð tvær borgir - Reagan valdi Reykjavík“.