Norðurá í Skagafirði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Norðurá rennur eftir endilöngum Norðurárdal í Skagafirði og myndar víðáttumiklar eyrar á dalbotninum. Hún sameinast Héraðsvötnum neðan Flatatungu. Í hana falla margar þverár, sumar í hrikalegum giljum, og má nefna Kotá, Valagilsá, Horná, Heiðará, Grjótá, Króká, Stóralæk og Egilsá.