Fara í innihald

Nokia (bær)

Hnit: 61°28′00″N 23°30′00″A / 61.46667°N 23.50000°A / 61.46667; 23.50000
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

61°28′00″N 23°30′00″A / 61.46667°N 23.50000°A / 61.46667; 23.50000

Nokia kirkja.

Nokia er borg og sveitarfélag í vestur-Finnlandi. Hún liggurur við bakka árinnar Nokianvirta í Pirkanmaa héraði, um 15 kílómetrum vestan við Tampere. Íbúafjöldi í Nokia er um 34.000 manns ( 2019).

Nafnið kemur frá fornu finnsku orði, nokia, sem er stytting á orðinu nokinäätä sem þýðir safali (loðið dýr), sem kemur frá orðinu nois (fleirtala: nokia) sem þýðir sót. Eftir að safölum var útrýmt í Finnlandi fór orðið að vísa til allra dýra sem höfðu dökkan, loðin feld eins og t.d. marða, sem finnast á svæðinu í dag. Ennþá seinna vísaði orðið almennt til felds, en er þó ekki lengur notað í þeirri merkingu.

Fyrirtækið Nokia var stofnað í bænum af Fredrik Idestam árið 1865 og var í upphafi pappírsframleiðslufyrirtæki. Fyrirtækið hefur þó enga starfsemi lengur í bænum og er í dag orðið eitt þekktasta fjarskiptafyrirtæki heims.