No-leikur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

No eða No-leikur (japönsku: 能) er japanskt leiklistarform, tengt zenbúddhatrú.

No-leikur er æðsta tegund klassískrar leiklistar í Japan. Strangt formið var fullkomnað á 14. og 15. öld og hefur lítið breyst. No-leikir eru byggðir á þjóðsögum og ævintýrum og einkennast af upphöfnum, ljóðrænum samtölum tveggja leikenda í senn, undirstrikuðum af hefðbundnum látbragðstáknum, tónlist og dansi. Karlmenn leika öll hlutverk en auk þerra eru fjórir hljóðfæraleikarar og tíu manna talkór. Aðalleikari ber grímu. Leiksviðið er alltaf eins og hver hluti þess hefur táknræna merkingu.