Ninja (streymari)
Útlit
Richard Tyler Blevins (fæddur 5. júní, 1991), betur þekktur sem Ninja er bandarískur streymari og mynbandagerðarmaður. Blevins er þekktur sem rafíþróttamaður í allskyns leikjum eins og Halo 3, en frægð hans reis þegar rafíþróttaleikurinn Fortnite kom út seinni part árs 2017. Frægð Youtube-síðu Blevins og tölvuleiksins Fortnite er nánast samsíða og í mars 2018 streymdi hann Fortnite með stórum tónlistarmönnum eins og Drake, Travis Scott og Marshmello. Í kjölfarið á þessu varð Twitch síða Blevins, "Ninja" gríðarlega vinsæl og fékk yfir 19 milljón fylgjendur.[1][2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ root (17. febrúar 2021). „The Story of Ninja and How to Follow His Journey to the Top“. inStreamly (enska). Sótt 5. nóvember 2024.
- ↑ „Twitch“. Twitch. Sótt 5. nóvember 2024.