Nikulás Friðriksson
Útlit
Sigurður Nikulás Friðriksson (f. 1890 á Litlu-Hólum í Mýrdal V-Skaptafelssýslu, d. 6. júní 1949). Nam rafvirkjun hjá Halldóri Guðmundssyni í Vestmannaeyjum. Starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1922 sem fyrsti íslenski rafmagnseftirlitsmaðurinn og vann þar til æviloka.
Hafði mikil áhrif á mótun starfssviðs rafvirkjastéttarinnar og talinn einn af frumkvöðlum rafiðnaðargeirans á Íslandi. Var einn helsti frumkvöðull að stofnun raftækjaframleiðslufyrirtækisins Rafha. Var formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í mörg ár og í stjórn BSRB. Einn stofnenda Sálarrannsóknarfélags Íslands 1918 og smíðaði meðal annars útvarpsstöð og gerði tilraunir með að senda út fundi félagsins.