Nikulás Friðriksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sigurður Nikulás Friðriksson (f. 1890 á Litlu-Hólum í Mýrdal V-Skaptafelssýslu, d. 6. júní 1949). Nam rafvirkjun hjá Halldóri Guðmundssyni í Vestmannaeyjum. Starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1922 sem fyrsti íslenski rafmagnseftirlitsmaðurinn og vann þar til æviloka.

Hafði mikil áhrif á mótun starfssviðs rafvirkjastéttarinnar og talinn einn af frumkvöðlum rafiðnaðargeirans á Íslandi. Var einn helsti frumkvöðull að stofnun raftækjaframleiðslufyrirtækisins Rafha. Var formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í mörg ár og í stjórn BSRB. Einn stofnenda Sálarrannsóknarfélags Íslands 1918 og smíðaði meðal annars útvarpsstöð og gerði tilraunir með að senda út fundi félagsins.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.