Fara í innihald

Nicoline Weywadt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nicoline Weywadt

Nicoline Marie Elise Weywadt (5. febrúar 1848 – 20. febrúar 1921) var fyrsta konan á Íslandi sem lærði og vann við ljósmyndun. Eftir að hafa lokið námi í Kaupmannahöfn tók hún við rekstri bóndabæjar föður síns á Djúpavogshreppi. Hún byggði sína eigin ljósmyndastofu og vann þar í mörg ár.[1][2]

Ljósmynd Nicoline Weywadt af húsinu á Teigarhorni

Nicole Marie Elise Weywadt fæddist þann 5. febrúar árið 1848 á Djúpavogi og var næstelst 14 barna Niels Peters Emils Weywadt (1814–1883), forstöðumanns hjá versluninni Ørum & Wulff, og eiginkonu hans, Sophie Brochdorf (1826–1902). Árið 1880 flutti fjölskyldan í hús sem Niels Weywadt hafði byggt á Teigarhorni.[3]

Nicoline Weywadt lærði ljósmyndun og steindafræði í Kaupmannahöfn, útskrifaðist árið 1872 og varð fyrsta íslenska konan sem lagði fyrir sig ljósmyndun. Þegar hún sneri heim til Íslands stofnaði hún ljósmyndastofu á Djúpavogi, þá fyrstu í austurhluta Íslands.[4] Eftir að faðir hennar lést árið 1883 tók Nicoline yfir rekstur Teigarhornsbæjarins og setti þar upp vinnustofu fyrir ljósmyndunarstörf sín. Nicoline vann alls við ljósmyndun í um 30 ár.[4] Hún tók bæði mannamyndir og landslagsmyndir og seldi einnig skrautsteina.[5] Hún þjálfaði systurdóttur sína, Hansínu Regínu Björnsdóttur (1884–1973), sem aðstoðarmann sinn.[1][6] Árið 1888 fór Nicoline aftur til Kaupmannahöfnar til að öðlast reynslu í ljósmyndun með þurrplötum.[7] Í kringum árið 1903 eftirlét hún Hansínu, sem hafði útskrifast úr ljósmyndun í Kaupmannahöfn árið 1902, stjórn á ljósmyndastofunni.[3]

Nicoline Weywadt lést þann 20. febrúar árið 1921.[4] Hún er jörðuð í Hálskirkjugarði.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Teigarhorn“. Teigarhorn. Sótt 6. desember 2018.
  2. Nowak, Christian (2018). Baedeker Reiseführer Island: mit Downloads aller Karten und Grafiken. Mairdumont GmbH & Company KG. bls. 113–. ISBN 978-3-575-42526-3.
  3. 3,0 3,1 Guðmundur Lúther Hafsteinsson a (27. febrúar 2015). „Teigarhorn við Berufjörð“ (PDF). Þjóðminjasafn Íslands. Sótt 6. desember 2018.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Myndagallerí“. Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 desember 2018. Sótt 6. desember 2018.
  5. „Fyrsti íslenski kvenljósmyndarinn“. Þjóðviljinn. 5. júlí 1984. Sótt 29. mars 2019.
  6. Gísli Pálsson (2014). Maðurinn sem stal sjálfum sér. Mál og menning. bls. 181. ISBN 9789979334835.
  7. Bragi Ásgeirsson (31. mars 1982). „Myndasafn frá Teigarhorni“. Morgunblaðið. Sótt 29. mars 2019.