Nanning Wuxu-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir flughlað Nanning Wuxu flugvallarins við Nanning borg, Guangxi héraði í Kína.
Flughlað Nanning Wuxu flugvallarins við Nanning borg.
Mynd sem sýnir brottfararmiðstöð Nanning Wuxu flugvallarins við Nanning borg, Guangxi héraði í Kína.
Brottfararmiðstöð Nanning Wuxu flugvallarins við Nanning borg.
Mynd sem sýnir innritunaraðstöðu Nanning Wuxu flugvallar.
Innritunaraðstaða Nanning Wuxu flugvallarins.

Alþjóðaflugvöllur Nanning Wuxu (IATA: NNG, ICAO: ZGNN) (kínverska: 南宁吴圩机场; rómönskun: Nánníng Wúxū Jīchǎng) er flughöfn Nanning höfuðborgar Guangxi héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann er eini flugvöllur héraðsins sem býður upp á alþjóðlegar tengingar.

Flugvöllurinn er staðsettur um 31 kílómetra suðvestur af miðborg Nanning í bænum Wuxa, sem gefur vellinum nafn. Hann hefur tvær farþegamiðstöðvar og er meginflughöfn héraðsins Guangxi. Árið 2019 þjónaði flugvöllurinn um 15.8 milljónum farþega og 122.000 tonnum af farmi.


Saga[breyta | breyta frumkóða]

Í síðari heimsstyrjöldinni var flugvöllurinn þekktur sem Nanning flugvöllur og var notaður af fjórtánda flugher Bandaríkjahers til varna í Kína (1942–1945). Það voru aðallega njósnaflug yfir landsvæðum sem Japanir höfðu náð á vald sitt. Einnig voru orrustu- og sprengjuflugvélar ásamt birgðavélum fyrir kínverska landherinn. Bandaríkjamenn lokuðu aðstöðu sinni árið 1945.

Núverandi flugvöllurinn var síðan byggður árið 1962 og mikið endurnýjaður árið 1990. Önnur flugstöð, 189.000 fermetra, opnaði síðan árið 2014. Flugvöllurinn er hannaður til að takast á við 16 milljónir farþega árlega og því kominn að þolmörkum sínum.

Fjölgun flugfarþega hefur verið gríðarleg. Árið 2002 voru farþegar um ein milljón, 2 milljónir árið 2006 og árið 2019 notuðu 15.8 milljónir farþega flugvöllinn.

Í byggingu er nýr flugvöllur, Nanning Lingli alþjóðaflugvöllur, í bænum Lingli, um 45 kílómetrar að miðbæ Nanning og um 80 kílómetrum frá Nanning Wuxu vellinum. Í framtíðinni verður hann meginflughöfn héraðsins.

Flugfélög[breyta | breyta frumkóða]

Flugfélögin China Eastern Airlines, China Southern Airlines, Shenzhen Airlines og heimaflugfélagið Guangxi Beibu Gulf Airlines (GX Airlines) eru öll umfangsmikil á vellinum. Alls starfa 45 farþegaflugfélög á vellinum og þrjú til farmflutninga.

Flugleiðir[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn býður meira flug til meira en 60 innlendra og erlendra borga. Langflestir áfangastaðirnir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug til Hong Kong, Bangkok, Kuala Lumpur, Singapúr, Bandar Seri Begawan og fleiri staða.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]


Samgöngur við völlinn[breyta | breyta frumkóða]

Strætisvagnar tengja flughöfnina við miðborg Nanning og nærliggjandi borgir og svæði. Í byggingu er tenging við snarlestarkerfi Nanning borgar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]