NCIS: Los Angeles (1. þáttaröð)
Útlit
Fyrsta þáttaröðin af NCIS: Los Angeles var frumsýnd 22. september 2009 og sýndir voru 24 þættir.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Chris O'Donnell sem G. Callen
- LL Cool J sem Sam Hanna
- Daniela Ruah sem Kensi Blye
- Peter Cambor sem Nate Getz
- Adam Jamal Craig sem Dominic Vail
- Barrett Foa sem Eric Beale
- Linda Hunt sem Hetty Lange
Aukaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Eric Christian Olsen sem Marty Deeks
- Rocky Carroll sem Leon Vance
- Pauley Perrette sem Abby Sciuto
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Identity | Shane Brennan | James Whitmore, Jr. | 22.09.2009 | 1 - 1 |
Callen snýr aftur til vinnu eftir skotárásina. NCIS liðið rannsakar dauða sjóliðsforingja sem hafði verið rænt af eitulyfjasamtökum en verið drepinn í skotárás á milli ræningjanna og lögreglunnar. | ||||
The Only Easy Day | R. Scott Gemmill | Terrence O´Hara | 29.09.2009 | 2 - 2 |
Sam kemst í uppnám þegar hann kemst að því að hópur sérsveitar innan bandaríska sjóhersins hafi drepið eiturlyfjasala án samþykktar sjóhersins. | ||||
Predator | Dave Kalstein | Tony Wharmby | 06.10.2009 | 3 - 3 |
NCIS liðið rannsakar rán á ómannaðri flugvél sem var rænt í miðri æfingu hjá landgönguliði flotans. | ||||
Search and Destroy | Gil Grant | Steve Boyum | 13.10.2009 | 4 - 4 |
NCIS liðið reynir að finna fyrrverandi hermann sem missti vitið í Írak og flúði síðan til Los Angeles eftir að hafa drepið íranskan viðskiptamann. | ||||
Killshot | Shane Brennan | David Barrett | 20.10.2009 | 5 - 5 |
Verktaki fyrir varnarmálaráðuneytið er drepinn af N-Kóreskum leigumorðingja að nafni Lee Wuan Kai sem er tengdur fortíð NCIS forstjórans Leon Vance. | ||||
Keepin´It Real | Matt Pyken | Leslie Libman | 03.11.2009 | 6 – 6 |
Undirliðsþjálfi finnst látinn eftir að hafa fallið ofan af íbúðabyggingu. NCIS liðið finnur tengsl á milli fórnarlambsins og peningafölsunarhrings. | ||||
Pushback | Shane Brennan | Paris Barclay | 10.11.2009 | 7 - 7 |
Ljósmyndir af Callen finnast á konu sem var myrt. Rannsókn málsins leiðir NCIS liðið að skotárás Callens nokkrum mánuðum áður. | ||||
Ambush | Lindsay Sturman | Rob Holcomb | 17.10.2009 | 8 - 8 |
NCIS liðið rannsakar dauða undirliðsforingja með tengsl við stolin flugskeyti og hættulegan hóp heimavarnaliðs. | ||||
Random on Purpose | Speed Weed | Steven DePaul | 24.11.2009 | 9 - 9 |
Þegar verkfræðingur í sjóhernum finnst myrtur þá telur NCIS liðið að morðið tengist vinnu hans. Rannsókn málsins breytist þegar Abby Sciuto kemur til Los Angeles og tilkynnir að hann hafi verið myrtur af raðmorðingja sem kallast Phantom. | ||||
Brimstone | R. Scott Gemmill | Terrecne O´Hara | 15.12.2009 | 10 - 10 |
Hópur fyrrverandi landgönguliða verða fyrir barðinu af sprengjumanni þegar einn úr hópnum deyr þegar farsími hans springur. | ||||
Breach | R. Scott Gemmill og Shane Brennan | Perry Lang | 05.01.2010 | 11 - 11 |
Undirforingji deyr þegar bíll keyrir á hann við strippklúbb. Uppgvötar NCIS liðið tengsl á milli strippklúbbsins og alþjóðlegs leyndarmáls sem verið er að selja. | ||||
Past Lives | David Kalstein | Elodie | 12.01.2010 | 12 - 12 |
Morð á nýlega leystum fanga neyðir Callen til þess að taka upp gamalt dulargervi til þess að finna morðingjann. | ||||
Missing | Gil Grant og Matt Pyken | David Barrett | 26.01.2010 | 13 – 13 |
NCIS liðið uppgvötar að Dom hefur verið rændur og reyna þau að öllum mætti að finna hann. | ||||
LD50 | Speed Weed og R. Scott Gemmill | Jonathan Frakes | 02.02.2010 | 14 - 14 |
NCIS liðið uppgvötar að sérfræðingur í lífefnafræði með Alzheimer hefur verið notaður til þess að búa til efnavopn fyrir vopnasala. | ||||
The Bank Job | David Kalstein | Terrence O´Hara | 09.02.2010 | 15 - 15 |
Kensi lendir í bankaráni þegar vopnaðir ræningjar ræna öryggishólf. | ||||
Chinatown | Lindsay Sturman | Alan J. Levi | 02.03.2010 | 16 - 16 |
NCIS liðið rannsakar hugsanlegt sjálfsmorð Yfirlautinants sem var yfirmaður hátæknikafbáts. | ||||
Full Throttle | Joseph C. Wilson | David Barrett | 09.03.2010 | 17 - 17 |
NCIS liðið rannsakar dauða sjóliða sem deyr í götukappakstri. | ||||
Blood Brothers | Tim Clemente | Karen Gaviola | 16.03.2010 | 18 - 18 |
Sjóliði er drepinn í skotárás og frekari rannsókn málsins leiðir NCIS liðið að vopnasmygli tengt Írak og hverfisklíkunni. | ||||
Hand-to-Hand | Matt Pyken | Paris Barclay | 06.04.2010 | 19 - 19 |
NCIS liðið rannsakar andlát sjóliða með tengsl við sjálfsvarnar líkamsræktarstöð. | ||||
Fame | Speed Weed | Dennis Smith | 27.04.2010 | 20 - 20 |
Andlát sjóliða leiðir NCIS liðið inn í líf ríka og fræga fólksins í Hollywood. | ||||
Found | R. Scott Gemmill | James Whitmore, Jr. | 04.05.2010 | 21 - 21 |
Eftir marga mánaða leit að Dom þá fær NCIS liðið videoupptöku sem sýnir hann bundinn og illa barinn. Mannræningjarnir krefjast að liðið láti yfirmann þeirra lausan í staðinn fyrir Dom. | ||||
Hunted | Corey Miller | Steven DePaul | 11.05.2010 | 22 - 22 |
NCIS liðið leitar að yfirmanni hryðjuverkagengisins sem rændi Dom, en hafði yfirmaðurinn flúið hergæslu í miðjum fangaflutningi. | ||||
Burned | Dave Kalstein | Steve Boyum | 18.05.2010 | 23 - 23 |
Upp kemst um dulargervi Callens og á samatíma er ráðist á tölvukerfi NCIS deildarinnar. | ||||
Callen, G. | Shane Brennan | Tony Wharmby | 25.05.2010 | 24 - 24 |
Callen og NCIS liðið keppast við tímann í leit sinni að Amy Taylor sem veit staðsetninguna að fjármunum sem á að nota til að fjármagna nýjasta stríðið í Miðausturlöndum. Auk þess þá hefur hún dularfull tengsl við fortíð Callens. | ||||
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „NCIS: Los Angeles (season 1)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. nóvember 2011.
- NCIS: Los Angeles á Internet Movie Database
- Fyrsta þáttaröðin af NCIS: Los Angeles á NCIS: Los Angeles Database wikiasíðunni
- Fyrsta þáttaröðin á NCIS: Los Angeles heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni Geymt 2 nóvember 2011 í Wayback Machine