Fara í innihald

Linda Hunt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Linda Hunt
Linda Hunt á frumsýningu sjöundu þáttaraðar NCIS: Los Angeles
Linda Hunt á frumsýningu sjöundu þáttaraðar NCIS: Los Angeles
Upplýsingar
FæddLydia Susanna Hunter
2. apríl 1945 (1945-04-02) (79 ára)
Ár virk1976 -
Helstu hlutverk
Billy Kwan í The Year of Living Dangerously
Henrietta „Hetty“ Lange í NCIS: Los Angeles

Linda Hunt (fædd Lydia Susanna Hunter, 2. apríl 1945) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín sem dvergurinn Billy Kwan í The Year of Living Dangerously og Hetty Lange í NCIS: Los Angeles.

Hunt fæddist í Morristown í New Jersey en ólst upp í Westport í Connecticut. Hún stundaði nám við Interlochen Arts Academy[1] og við Goodman School of Drama í Chicago (nú sem DePaul háskólinn í Chicago).[2] [3] Hunt er samkynhneigð og hefur búið með Karen Kline í 22 ár í Los Angeles.[4][5]

Hunt byrjaði leikhúsferil sinn við Long Wharf Theatre í New Haven í Connecitcut og þar kom hún fram í leikritum eftir Shakespeare, Strindberg og Tennessee Williams. Var tilnend til Tony-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í End of the World og til Obie-verðlaunanna fyrir Top Girls og A Metamorphsis in Miniature.[6]

Fyrsta hlutverk Hunt í kvikmynd var árið 1980 í Stjána bláa. Árið 1982 var henni boðið hlutverk dvergsins Billy Kwan í The Year of Living Dangerously, sem hún fékk óskarsverðlaunin fyrir sem besta leikkona í aukahlutverki árið 1983. Síðan þá hefur komið fram í kvikmyndum á borð við Dune, Kindergarten Cop, Maverick, Dragonfly og Once Upon a Tide.

Fyrsta hlutverk Hunt í sjónvarpi var árið 1976 í Great Performances og síðan þá hefur komið fram í þáttum á borð við: Nightmare Classics, Carnivàle, Without a Trace og The Unit. Árið 1997 þá var henni boðið gestahlutverk í The Practice sem dómarinn Zoey Hiller sem hún lék til ársins 2002. Hunt hefur síðan 2009 leikið eitt af aðalhlutverkunum í NCIS: Los Angeles sem yfirmaður Los Angeles-deildarinnar Henrietta „Hetty“ Lange.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1980 Popeye Mrs. Oxheart
1982 The Year of Living Dangerously Billy Kwan
1984 The Bostonians Dr. Prance
1984 Dune Shadout Mapes
1985 Silverado Stella
1985 Eleni Katina
1987 Waiting for the Moon Alice B. Toklas
1989 She-Devil Hooper
1990 Kindergarten Cop Miss Schlowski
1991 If Looks Could Kill Ilsa Grunt
1992 Rain Without Thunder Atwood Society Director
1993 Twenty Bucks Angeline
1993 Younger and Younger Frances
1994 Maverick Töframaður senum var eytt
1994 Prêt-à-Porter Regina Krumm
1995 Pocahontas Amman Willow Talaði inn á
1997 The Relic Dr. Ann Cuthbert
1999 Eat Your Heart Out Kathryn
2002 Dragonfly Sister Madeline
2005 Yours, Mine and Ours Mrs. Munion
2006 Stranger Than Fiction Dr. Mittag-Leffler
2008 Once Upon a Tide Kynnir
2009 The Crooked Eye Kynnir Sharons
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1976 Great Performances Nora Þáttur: Ah, Wilderness
1978-1987 Hallmark Hall of Fame Mona
Mrs. Sanders
2 þættir
1987 Basements Rose Sjónvarpsmynd
1989 Nightmare Classics Kynnir 2 þættir
Talaði inn á
1993-1994 Space Rangers Cmdr. Chennault 6 þættir
1995 The New Chimpanzees Kynnir Sjónvarpsmynd
1997-2002 The Practice Dómarinn Zoey Hiller 23 þættir
2005 Auschwitz: The Nazis and the ´Final Solution´ Kynnir 6 þættir
2003-2005 Carnivàle Management 9 þættir
1998-2006 The American Experience Kynnir 6 þættir
2008 Without a Trace Dr. Clare Bryson 3 þættir
2007-2008 The Unit Dr. Eudora Hobbs 2 þættir
2009 Nip/Tuck Rödd valdsins Þáttur: Don Hoberman
2009-til dags NCIS: Los Angeles Henrietta ´Hettu´ Lange 56 þættir


Music Box Theatre

  • End of the World sem Audrey Wood.

Circle in the Square Theatre

  • Ah, Wilderness sem Norah.

Joseph Papp Public Theater/Martinson Hall

  • Aunt Dan and Lemon sem Aunt Dan.
  • Top Girls sem Pope Joan / Louise.

American Place Theatre

  • Little Victories.

Delacorte Theater

  • Hamlet sem Player Queen.

Pasadena Playhouse

  • Doubt sem Sister Aloysius.

Önnur Leikhúsverk

  • Mother Courage and Her Children sem Bertoldt Brecht.
  • The Cherry Orchard.
  • The Matchmaker sem Dolly Levi.

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Óskarsverðlaunin

  • 1983: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Year of Living Dangerously.

Australian Film Institute

  • 1983: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Year of Living Dangerously.
  • 1983: Tilnefnd fyrir dómaraverðlaunin fyrir The Year of Living Dangerously.

Boston Society of Film Critics verðlaunin

  • 1984: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Year of Living Dangerously.

Golden Globes verðlaunin

  • 1984: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Year of Living Dangerously.

Kansas City Film Critics Circle verðlaunin

  • 1984: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Year of Living Dangerously.

Los Angeles Film Critics Association verðlaunin

  • 1983: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Year of Living Dangerously.

National Board of Review

  • 1994: Verðlaun sem besti leikópur fyrir Prêt-à-Porter.
  • 1983: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Year of Living Dangerously.

New York Film Critics Circle verðlaunin

  • 1983: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Year of Living Dangerously.

Teen Choice verðlaunin

Viewers for Quality Television verðlaunin

Western Heritage verðlaunin

  • 1995: Verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina fyrir Ishi: The Last Yahi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hanson, Byron. „From the Archives with Byron Hanson: February 2010“. Interlochen Center for the Arts. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2019. Sótt 3. júlí 2011.
  2. Jace Lacob (26. september 2011). „The Cult of Linda Hunt“. The Daily Beast.
  3. „The Theatre School: History“. DePaul University. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2011. Sótt 3. júlí 2011.
  4. Karen, Ocamb (10. ágúst 2008). „WeHo Marriages Go On“. The BILERICO Project. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. janúar 2016. Sótt 13. október 2011.
  5. IMDb. „Internet Movie Database - Linda Hunt - Biography“. Sótt 13. október 2011.
  6. Linda Hunt á NCIS: Los Angeles heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni