Fara í innihald

Nöfn og nauðsynjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nöfn og nauðsynjar (e. Naming and Necessity) er rit eftir bandaríska heimspekinginn Saul Kripke sem kom fyrst út árið 1980. Bókin er byggð á handriti af þremur fyrirlestrum sem lesnir voru í Princeton-háskóla árið 1970.

Forsaga bókarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Ýmsar greinar byggðar á handritinu birtust áður en bókin kom út:

 • 1972: „Naming and Necessity“ birtist hjá Donald Davidson og Gilbert Harman (ritstj.) í ritinu Semantics of Natural Language
 • 1977: „Speaker’s Reference and Semantic Reference“ birtist í Midwest Studies in Philosophy
 • 1979: „A Puzzle about Belief“ birtist hjá Avishai Margalit (ritstj.) í ritinu Meaning and Use

Yfirlit[breyta | breyta frumkóða]

Í Nöfnum og nauðsynjum hugleiðir Kripke nokkrar spurningar sem eru mikilvægar innan rökgreiningarheimspekinnar:

 • Hvernig vísa nöfn til hluta í heiminum?
 • eru allar fullyrðingar sem hægt er að vita a priori nauðsynlega sannar og allar fullyrðingar sem einungis er hægt að vita a posteriori (af reynslu) tilfallandi sannar (ef sannar yfirleitt)?
 • Hafa hlutir (þ.á m. fólk) eðliseiginleika?
 • Hvert er eðli samsemdar?
 • Hvernig vísa orð um náttúrulegar tegundir til hluta í heiminum og hvaða þýða þau?

Fyrsti fyrirlestur: 20. janúar 1970[breyta | breyta frumkóða]

Meginmarkmið Kripkes í fyrsta fyrirlestrinum var að útskýra og gagnrýna ríkjandi hugmyndir um hvernig nöfn virka.

Um miðja 20. öldvar mikilvægasta kenningin um eðli nafna lýsingarhyggja um nöfn en það var kenning Gottlobs Frege sem Bertrand Russell hafði tekið upp. Stundum er kenningin nefnd „lýsingarhyggja Freges og Russells“. Ýmsir heimspekingar höfðu birt gagnrýni á kenninguna áður en Kripke flutti fyrirlestra sína, meðal annarra Ludwig Wittgenstein, John Searle og Peter Strawson. En Kripke taldi að mótrökunum sem birst höfðu hefði ekki tekist að benda á hinn raunverulega vanda við kenninguna.

Annar fyrirlestur: 22. janúar 1970[breyta | breyta frumkóða]

Í öðrum fyrirlestrinum hugleiðir Kripke aftur lýsingarhyggju um tilvísun og færir rök fyrir sinni eigin kenningu um eðli tilvísunar. Fyrirlesturinn mótaði orsakahyggju um tilvísun.

Þriðji fyrirlestur: 29. janúar 1970[breyta | breyta frumkóða]

Í þriðja fyrirlestrinum ræðir Kripke náttúrulegar tegundir og gerir greinarmun á þekkingarfræðilegri og frumspekilegri nauðsyn. Hann ræðir einnig tvíhyggjuvandann um líkama og sál í hugspeki.

Mikilvægi[breyta | breyta frumkóða]

Nöfn og nauðsynjar er talin eitt mikilvægasta rit í heimspeki 20. aldar. Í ritinu Philosophical Analysis in the Twentieth Century: Volume 2: The Age of Meaning segir heimspekingurinn Scott Soames:

Í málspeki er Nöfn og nauðsynjar meðal mikilvægustu rita fyrr og síðar og í flokki með sígildum ritum Freges seint á 19. öld og Russells, Tarskis og Wittgensteins á fyrri hluta þeirrar 20. ... Nöfn og nauðsynjar átti þátt í hinni víðtæku höfnun á því viðhorfi sem var svo vinsælt meðal mannamálsheimspekinga að heimspeki sé ekkert annað en málgreining.[1]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

 1. Soames, Scott. 2005. Philosophical Analysis in the Twentieth Century: Volume 2: The Age of Meaning. Princeton University Press.

Frekari fróðleikur[breyta | breyta frumkóða]

 • Anscombe, G.E.M. 1957. Intention. Oxford: Basil Blackwell.
 • Byrne, Alex og Hall, Ned. 2004. 'Necessary Truths'. Boston Review October/November 2004.
 • Kripke, Saul. 1972. 'Naming and Necessity'. Donald Davidson og Gilbert Harman (ritstj.), Semantics of Natural Language. Dordrecht: Reidel: 253-355, 763-769.
 • Kripke, Saul. 1977. 'Speaker’s Reference and Semantic Reference'. Midwest Studies in Philosophy 2. bindi: 255-276.
 • Kripke, Saul. 1979. 'A Puzzle about Belief'. Avishai Margalit (ritstj.), Meaning and Use. Dordrecht: Reidel: 239-283.
 • Kripke, Saul. 1980. Naming and Necessity. Cambridge, MA.: Harvard University Press.
 • Searle, John. R. 1958. 'Peoper Names'. Mind 67: 166-73.
 • Soames, Scott. 2002. Beyond Rigidity. Oxford: Oxford University Press.
 • Soames, Scott. 2005. Philosophical Analysis in the Twentieth Century: Volume 2: The Age of Meaning. Princeton: Princeton University Press.
 • Strawson, Peter. 1959. Individuals: An Essay in Descriptive Metaphysics. London: Routledge.
 • Wittgenstein, Ludwig. 1953. Philosophical Investigations. Anscombe, G.E.M., (þýð.). Oxford: Blackwell.