Nítróglyserín
Útlit
Nítróglyserín (stundum kallað nítróglusserín; efnaformúla: C3H5(ONO2)3) er mjög sprengfimur vökvi, búinn til úr saltpéturssýru, brennisteinssýru og glyseríni. Nítróglyserín er geysiöflugt sprengiefni sem springur við minnsta högg og hefur stundum valdið miklum slysum. Nítróglyserín er notað í iðnaði, m.a. til að framleiða dínamít. Ef dínamít er geymt lengi lekur nítróglyserínið oft út úr sprengihólkunum og verður sérlega hættulegt. [1] Nítróglyserín er einnig notað í sprengitöflur sem sumir hjartasjúklingar taka.[2]
Það var ítalski efnafræðingurinn Ascanio Sobrero sem fann upp nítróglyserín árið 1847 þegar hann hellti hálfu máli af glyseríni í dropatali út í eitt mál af saltpéturssýru og tvö mál af brennisteinssýru.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Fundu 7 kg af dínamíti á gömlu skemmulofti“. bb.is. 3. júní 2005. Sótt 5. desember 2008.
- ↑ Morgunblaðið 1998