Náttúrustofa
Útlit
(Endurbeint frá Náttúrustofa Reykjaness)
Náttúrustofa er rannsóknarstofnun og fræðasetur sem sinnir þjónustu og rannsóknum í náttúrufræðum í heimabyggð. Frá árinu 1995 hafa átta náttúrustofur verið stofnsettar á landsbyggðinni. Þær eru staðsettar í Bolungarvík, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað, Vestmannaeyjum, Sandgerði, Stykkishólmi og Höfn í Hornafirði. Náttúrustofur starfa eftir lögum frá 1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Hlutverk náttúrustofa er:
- að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir
- að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga
- að veita náttúruverndarnefndum upplýsingar og ráðgjöf
- að veita ráðgjöf, sinna rannsóknum og sjá um vöktun
- að annast almennt eftirlit með náttúru landsins
Náttúrustofur á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Náttúrustofa Vestfjarða
- Náttúrustofa Norðurlands vestra
- Náttúrustofa Norðausturlands
- Náttúrustofa Austurlands
- Náttúrustofa Suðausturlands
- Náttúrustofa Suðurlands
- Náttúrustofa Suðvesturlands
- Náttúrustofa Vesturlands