Ævintýraferðamennska
Útlit
Ævintýraferðamennska er ferðamennska sem felur í sér áhættu og getur útheimt líkamlegt erfiði og kunnáttu. Ævintýraferðamennska felur gjarnan í sér útivist á stöðum „utan alfaraleiðar“ þar sem ferðamenn reyna á sig í krefjandi náttúrulegu umhverfi eins og fljótum, gljúfrum, fjöllum, jöklum og frumskógum. Vinsælar athafnir í ævintýraferðamennsku eru meðal annars fjallgöngur, teygjustökk, hjólreiðar, kajak- eða kanóróður og hellaklifur. Ævintýraferðamennska snýst oft um einhvers konar spennu og að fara út fyrir eigin þægindaramma. Jaðargreinar ævintýraferðamennsku eru til dæmis hamfaraferðamennska og gettóferðamennska.