Fara í innihald

Ævintýraferðamennska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kajakróður við skriðjökul.

Ævintýraferðamennska er ferðamennska sem felur í sér áhættu og getur útheimt líkamlegt erfiði og kunnáttu. Ævintýraferðamennska felur gjarnan í sér útivist á stöðum „utan alfaraleiðar“ þar sem ferðamenn reyna á sig í krefjandi náttúrulegu umhverfi eins og fljótum, gljúfrum, fjöllum, jöklum og frumskógum. Vinsælar athafnir í ævintýraferðamennsku eru meðal annars fjallgöngur, teygjustökk, hjólreiðar, kajak- eða kanóróður og hellaklifur. Ævintýraferðamennska snýst oft um einhvers konar spennu og að fara út fyrir eigin þægindaramma. Jaðargreinar ævintýraferðamennsku eru til dæmis hamfaraferðamennska og gettóferðamennska.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.