Lýðvísindi
Útlit
Lýðvísindi eru vísindarannsóknir sem gerðar eru af áhugafólki með eða án þátttöku menntaðra vísindamanna. Tilgangurinn getur verið að bæta stöðu þekkingar, upplifa náttúrufyrirbæri, afþreying, ferðaþjónusta eða allt þetta í bland. Lýðvísindi leika mikilvægt hlutverk á mörgum rannsóknarsviðum, eins og í vistfræði, líffræði, verndunarlíffræði, heilbrigðisvísindum, upplýsingafræði og stjörnufræði. Stundum eru lýðvísindi umgjörð utan um vinnu sjálfboðaliða í rannsóknum sem krefjast mikils mannafla, og stundum eru þau hluti af námskrá í skólum.
Selatalningin mikla er dæmi um lýðvísindaverkefni á Íslandi.