Fara í innihald

Nálaeinir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nálaeinir
Nálar og óþroskaðir berkönglar
Nálar og óþroskaðir berkönglar
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Barrviðarbálkur (Pinales)
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Juniperus
Tegund:
J. rigida

Tvínefni
Juniperus rigida
Siebold & Zucc.

Nálaeinir (fræðiheiti: Juniperus rigida) er tegund af einisættkvísl, ættuð frá norður Kína, Kóreu, Japan og suðaustast í Rússlandi (Sakalínfylki og Prímorju), í 10 til 2,200m hæð yfir sjávarmáli. Tegundin hefur einnig villst úr ræktun í Kaliforníu og Alabama. Hún er náskyld Juniperus communis (Eini) og Juniperus conferta, og er sú seinni stundum talin afbrigði eða undirtegund af J. rigida.[2][3]

Tré

Hann er runni eða lítið tré og vex upp í 6 til 10 m hæð, með stofn ummál að 50 sm. Stingandi nálarnar eru sígrænar, þrjár saman, skærgrænar til gulgrænar, 10 til 23 mm langar og 1 til 1.3 mm breiðar, með staka hvíta loftaugarák ofantil, þversniðið er v-laga. Hann er einkynja, með plöntur annaðhvort karlkyns eða kvenkyns. Könglarnir eru svonefndir berkönglar, grænir og þroskast svo á 18 mánuðum og verða þá dökkfjólubláir eða brúnleitir með breytilega hvíta vaxhúð; þeir eru kúlulaga, 5 til 9 mmí ummál, og eru með þrjá (sjaldan sex) samrunnar hreisturflögur í stakri (sjaldan tvemur) hvirfingu af þremur, hver með stöku fræi (þegar hreisturflögurnar eru sex, eru aðeins þrjár stærstu með fræi). Fræin dreifast þegar fuglar éta berkönglana. Frjókönglarnir eru gulir, 3 til 5 mm langir, og falla skömmu eftir að hafa dreift frjókornunum að vori.[2][3]

Litningatala er 2n = 22.[4]

Hann er ræktaður sem skrauttré, oft í kring um hof í Japan. Hann er einnig oft ræktaður sem bonsai.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Conifer Specialist Group (1998). Juniperus rigida.
  2. 2,0 2,1 2,2 Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4
  3. 3,0 3,1 Adams, R. P. (2004). Junipers of the World. Trafford. ISBN 1-4120-4250-X
  4. „J. Earle|titill=Juniperus rigida|útgefandi=The Gymnosperm Database|dags=2010-12-12“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. febrúar 2017. Sótt 29. desember 2021. {{cite web}}: Lagfæra þarf |url= gildið (hjálp)
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.