Mógilsá
Mógilsá er ríkisjörð í Kollafirði við rætur Esju. Þar er rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins staðsett.
Saga jarðarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1967 var ákveðið að efla rannsóknir í þágu skógræktar á Íslandi og var rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafirði reist fyrir þjóðargjöf frá Norðmönnum sem gefin var í tilefni af heimsókn Ólafs V. Noregskonungs til Íslands árið 1961. Það er eðlilegur þáttur í rannsóknum að prófa nýjar trjátegundir og hefur mikið af því efni endað í brekkunni fyrir ofan rannsóknastöðina. Þar er því einhver fjölbreyttasti skógur landsins.
Trjárækt í skóginum
[breyta | breyta frumkóða]Skógurinn er einna mestur í kringum stöðina sjálfa, en hann er í raun trjásafn með tegundum teknum víða að úr heiminum. Í skóginum eru m.a. fágætar tegundir eins og linditré, broddhlynur og risalerki, svo eitthvað sé nefnt. Öllum er frjálst aðgengi að skóginum.
Aðstaða og afþreying
[breyta | breyta frumkóða]Fjölmargir stígar liggja um skóginn, yfir læki og bakka, skógi vaxnar hlíðar Esju. Stíganetið á Mógilsá tengist Esjustígum en margir minni stígarnir eru í raun tilvalið tilbrigði við hefðbundna Esjugöngu.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Mógilsá Geymt 26 apríl 2016 í Wayback Machine