Kluane-þjóðgarðurinn og verndarsvæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jökull.
Vatn og skógur.

Kluane-þjóðgarðurinn og verndarsvæði (enska: Kluane National Park and Reserve, franska: Parc national et réserve de parc national de Kluane) eru tvær samliggjandi einingar í þjóðgarðsskipulagi Kanada sem liggja í suðvestur-Júkon. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1972 og spannar rúmlega 22.000 ferkílómetra.

Mount Logan og Mount Saint Elias, tvö hæstu fjöll Kanada liggja innan þjóðgarðasvæðisins. Fjöll og jöklar eru áberandi þáttur í landslaginu og telja um 83% af þekjunni. Þess fyrir utan eru skógar og ár í lægri hæðum. Úlfur, hreindýr, elgur og fleiri spendýr má finna þar.

Frumbyggjar mega veiða sér til matar á þjóðgarðasvæðinu.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Kluane National Park and Reserve“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. mars 2018.