Fara í innihald

Saint Elias-fjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mount Steele í Júkon.

Saint Elias-fjöll (franska: Chaîne Saint-Élie) er fjallgarður í suðaustur-Alaska, suðvestur-Júkon og norðaustur-Bresku Kólumbíu. Wrangell–St. Elias-þjóðgarðurinn og verndarsvæði, Kluane-þjóðgarðurinn og verndarsvæði og Glacier Bay-þjóðgarðurinn og verndarsvæði eru öll innan fjallanna.

Fjallgarðurinn er nefndur eftir Mount Saint Elias sem er annað hæsta fjall Bandaríkjanna og Kanada. Mount Logan er hæsta fjall hans og hæsta fjall Kanada. Fjallgarðurinn er sá hæsti við strönd sem fyrirfinnst.

Helstu fjöll

[breyta | breyta frumkóða]
  • Mount Logan 5959 m
  • Mount Saint Elias 5489 m
  • Mount Lucania 5226 m
  • King Peak 5173 m
  • Mount Steele 5073 m
  • Mount Bona 5005 m
  • Mount Wood 4842 m
  • Mount Vancouver 4812 m
  • Mount Churchill 4766 m
  • Mount Slaggard 4742 m
  • Mount Macaulay 4690 m
  • Mount Fairweather 4671 m
  • Mount Hubbard 4577 m
  • Mount Bear 4520 m
  • Mount Walsh 4507 m
  • Mount Alverstone 4439 m
  • University Peak 4410 m
  • McArthur Peak 4389 m
  • Mount Augusta 4289 m
  • Mount Kennedy 4250 m
  • Mount Cook 4196 m