Fara í innihald

Mósúl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mosul)
Áin Tígris við Mósúl.
Í júní 2017 hafði íraski herinn náð yfirráðum í borginni austur af Tígris og megninu af austurhlutanum fyrir utan elsta hlutann.

Mósúl er önnur stærsta borg Íraks og er í norðurhluta landsins. Þar er íbúafjöldi um tvær og hálf milljón en íslamska ríkið réðu yfir borginni frá 2014 til 2017 og ráku út eða myrtu minnihlutahópa þar. Íraksher, Kúrdar og bandamenn þeirra undirbjuggu gagnárás á borgina [1] og endurheimtu hana að fullu úr höndum vígahópsins í júlí árið 2017.

Hið sögulega svæði Assýría var þar sem Mósúl er og ýmis heimsveldi eins og Sassanídar og Ottómanveldið hafa ráðið yfir borginni. Eftir fyrri heimstyrjöld tók Breska heimsveldið við yfirráðum en stuttu síðar náðust samningar milli Tyrkja og Breta um að svæðið yrði hluti af Nineveh héraði Íraks. Á þriðja áratug 20. aldar fannst olía í nágrenni Mósúl.

Íbúar Mósúl koma frá mörgum menningarheimum: Kúrdar, Súnní-Arabar, kristnir Assýringar, Jasídar, Túrkmenar og Armenar. Gyðingaminnihluti var þar fram að miðri 20. öld en gyðingar flýðu þá til Ísraels.

Sögulegar moskur og kirkjur eru í borginni. Áin Tígris rennur í gegnum hana.

Umsátrið um Mósúl árið 2016-2017[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnarher Íraks (30 þúsund) og Kúrdar (4 þúsund) hófu að sitja um borgina þann 16. október 2016 og undirbúa árás á Íslamska ríkið sem hefur borgina undir sínu valdi. Um 4000-8000 hermenn Íslamska ríkisins verja borgina. Í janúar 2017 hafði íraski herinn náð austurhlutanum á sitt vald. [2]

Í júní 2017 var Íslamska ríkið einungis með gamla borgarhlutann í vesturhlutanum undir valdi sínu. Þar voru þeir með yfir 100 þúsund manns í haldi og notuðu það til að skýla sér. Flóttafólk var skotið sem flýði. Sameinuðu þjóðirnar áætla að 862 þúsund íbúar Mosúl hafi flúið frá því að bardagar um borgina hófust.[3] Í júlí náði íraski herinn borginni að fullu.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Battle for Mosul must navigate ethnic rivalries BBC, skoðað 16. október, 2016
  2. Battle for Mosul: Operation to retake Iraqi city from IS begins BBC, skoðað 17. okt, 2016.
  3. Vígamenn með yfir 100 þúsund í haldi í Mosúl, Rúv, skoðað 16. júní.