Fara í innihald

Morbid Angel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Morbid Angel (2011).
David Vincent var í M.A. 1986-1996 & 2004-2015.

Morbid Angel er bandarísk dauðarokkshljómsveit frá Flórída sem stofnuð var árið 1983 og er ein sú áhrifamesta innan stefnunnar. Sveitin gaf sína fyrstu plötu, Altars of Madness árið 1989, en fylgjandi plötur eru með næsta staf í stafrófinu í titlinum. Gítarleikarinn Trey Azagthoth er eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar í dag.

Sveitin náði nokkrum vinsældum á miðjum 10. áratugnum og voru myndbönd þeirra spiluð á MTV. Tónleikaferðalag með Black Sabbath og Motörhead hjálpaði einnig til með það. Einnig vakti Morbid Angel athygli þegar fréttamiðlar fjölluðu um texta sveitarinnar sem vísuðu í djöfulinn og dulspeki.

David Vincent sem lengi var söngvari og bassaleikari sveitarinnar stofnaði aðrar sveitir, I am Morbid (sem spilar Morbid Angel lög) með fyrrum trommara sveitarinnar Tim Yeung, og sveitina Vltimas þar sem eru frumsamin lög.

  • Trey Azagthoth – gítar, hljómborð (1983–)
  • Steve Tucker – bassi, söngur (1997–2001, 2003–2004, 2015–)
  • Scott Fuller – trommur (2017–)
  • Dan Vadim Von – gítar (2017–)

Fyrrum meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Mike Browning - trommur, söngur (1983–1986)
  • Dallas Ward - bassi, söngur (1983–1985)
  • Richard Brunell- gítar (1985–1992)
  • David Vincent - söngur og bassi (1986–1996, 2004–2015)
  • Pete Sandoval - trommur (1988–2010)
  • Erik Rutan - gítar, hljómborð (1993–1996, 1998–2002, 2006 (á tónleikum))
  • Thor "Destructhor" Myhren - gítar (2008–2015)
  • Tim Yeung - trommur (2010–2015)

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Altars of Madness (1989)
  • Blessed Are the Sick (1991)
  • Covenant (1993)
  • Domination (1995)
  • Formulas Fatal to the Flesh (1998)
  • Gateways to Annihilation (2000)
  • Heretic (2003)
  • Illud Divinum Insanus (2011)
  • Kingdoms Disdained (2017)

Tónleikaplötur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Entangled in Chaos (1996)
  • Juvenilia (2015)