Fara í innihald

Mjaltaskeið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mjaltaskeið

Mjaltaskeið eða mjólkurskeið kallast tímabilið frá burði spendýrs fram að geldstöðu, eða sá tími sem afkvæmið nærist á mjólk móðurinnar. Mjaltaskeið sumra dýrategunda, sérstaklega kúa, hefur verið lagað að þörfum manna með ræktunarstarfi (kynbótum og markvissu atlæti). Þar ber sérstaklega að nefna Jerseykýr sem bera á meira en ársfresti vegna þess hve burðarsjúkdómar er algengir. [heimild vantar] Hjá íslenska kúakyninu er algengt að mjaltaskeiðið sé um nálægt 10 mánuðum og svo geldstaðan 2-8 vikur fram að burði. [heimild vantar]