Sambíóin Álfabakka
Sambíóin Álfabakka (áður Bíóhöllin og Sagabíó) er kvikmyndahús í Mjóddinni, Breiðholti í Reykjavík og það fyrsta af Sambíóunum sem sett var upp í Reykjavík. Húsið var opnað 2. mars 1982 og bauð þá upp á fjóra sýningarsali. Kvikmyndahúsið var það fyrsta sem Árni Samúelsson og fjölskylda hans settu upp í Reykjavík, en þau höfðu áður rekið Nýja bíó við Hafnargötuna í Keflavík. Bíóhöllin bryddaði upp á ýmsum nýjungum eins og að sýna myndir mjög stuttu eftir að þær komu út en áður leið gjarnan langur tími þar til myndir bárust til Íslands. Helst ber þar að nefna þegar Bíóhöllin heimsfrumsýndi The King of Comedy, eftir Martin Scorsese, annan í jólum 1982, en hún var ekki frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr en rúmlega mánuði seinna. Húsið var fyrsta kvikmyndahús á norðurlöndunum sem útbúið var mynd og hljóðgæðum sem uppfylltu THX-staðalinn.
29. nóvember 1991 byrjaði kvikmyndahúsakeðja Árna Samúelssonar að nota nafnið Sambíóin. Sama dag var opnað nýtt kvikmyndahús með tveimur sölum í Álfabakkanum sem gekk fyrst um sinn undir nafninu Sagabíó. Nafnið var valið úr mörghundruð þúsund tilögum í keppni um nafn á kvikmyndahúsið og fékk sigurvegarinn Toyota Hi-Lux bifreið í verðlaun.
Í dag eru Sagabíó og Bíóhöllin rekin undir sameiginlega nafninu Sambíóin Álfabakka. Þar eru sex, salir sem taka samtals yfir 1000 manns í sæti, fimm almennir salir og einn VIP salur.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Morgunblaðið 18. október 1991
- Morgunblaðið 29. nóvember 1991
- Heimasíða Sambíóanna, [1]