Fara í innihald

Skrautpuntur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Milium effusum)
Skrautpuntur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasaættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Milium
Tegund:
M. effusum

Tvínefni
Milium effusum
L.

Skrautpuntur (fræðiheiti: Milium effusum) er puntgras af Milium-ættkvíslinni. Það vex víða í Norður-Ameríku og á Íslandi. Skrautpuntur hefur oddmjó blöð sem mjókka til beggja enda, þau eru löng og breið (um 6-15 mm breið), flöt og snörp viðkomu. Miðstrengurinn er upphleyptur á neðra borði. Puntur Skrautpunts er um 20 cm langur, gisinn með löngum og mjúkum greinum. Í hverju smáaxi er eitt blóm. Plantan er hárlaus og vex upp af stuttum renglum. Skrautpuntur á Íslandi vex víða í hrauni, blómlendi og kjarri. Hann er algengastur á Norður- og Norðvesturlandi en sjaldgæfur í öðrum landshlutum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.