Fara í innihald

Middelburg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Húsbátar við Rouaansekaai í Middelburg.

Middelburg er lítil borg og sveitarfélag í Suðvestur-Hollandi og höfuðstaður Sjálands á Walcheren-skaganum. Íbúafjöldi er um 46.000.

Middelburg hefur upphaflega verið reist á 8. öld sem varnarvirki á Walcheren, sem þá var eyja. Fyrst er minnst á borgina sem virki til varnar gegn árásum víkinga. 844 var reist þar klaustur. Borgin fékk kaupstaðarréttindi árið 1217. Á miðöldum var borgin mikilvægur verslunarstaður og útflutningshöfn fyrir vörur frá Flandri til Bretlands.

Á gullöld Hollendinga var borgin mikilvægur áfangastaður fyrir Hollenska Austur-Indíafélagið.

17. maí 1940 var borgin nær jöfnuð við jörðu með loftárásum Luftwaffe til að brjóta á bak aftur mótstöðu hollenska hersins á Sjálandi. Eftir stríðið var miðbærinn endurbyggður að mestu leyti eins og hann hafði verið fyrir stríð.