Melatónín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efnaformúla fyrir melatónín: C13H16N2O2
Þegar augu nema sólarljós þá framleiðir heilaköngull ekki melatónín heldur hormón sem halda fólki vakandi en þegar dregur úr birtu eykst melatónínframleiðsla og fólk finnur til þreytu.

Melantónín er hormón sem myndast í heilaköngli. Melantónín stillir dægursveiflu/líkamsklukku milli svefns og vöku. Ef birta í umhverfi er mikil þá hamlar það framleiðslu melatónín en framleiðsla melatóník eykst í lítilli birtu og það býr líkamann undir svefn.

Melatónín var uppgötvað árið 1958. Melatónín eru sums staðar notað sem fæðubótarefni gegn dægurvillu (flugþreytu) og svefnleysi. Það er lyfseðilsskylt í Bretlandi og var samþykkt sem lyf til lækninga af Evrópusambandinu árið 2007 en er ekki samþykkt sem læknislyf í Bandaríkjunum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvaða áhrif hefur dægurklukkan á svefn?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvernig vita frumur líkamans hvort það er dagur eða nótt?“. Vísindavefurinn.
  • „Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?“. Vísindavefurinn.
  • Melantónín (Lyfja) Geymt 26 september 2020 í Wayback Machine