Fara í innihald

Dægursveifla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dægursveifla er náttúruleg hringrás sem tekur 24 klukkutíma. Dægursveiflan kemur fram í líffræðilegum ferlum sem samsvara sólarhring jarðar og eru stundum kenndir við innri dægurklukku. Slíkir ferlar hafa fundist hjá dýrum, jurtum, sveppum og blágerlum.[1][2] Dæmi um slíkan feril er dægusveifla melatóníns í mannslíkamanum.[3] Slíkir ferlar eru þó líka tengdir við ytri áreiti sem nefnast tímagjafar og geta til dæmis verið breytingar á ljósi og hita.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Edgar RS, Green EW, Zhao Y, van Ooijen G, Olmedo M, Qin X, Xu Y, Pan M, Valekunja UK, Feeney KA, Maywood ES, Hastings MH, Baliga NS, Merrow M, Millar AJ, Johnson CH, Kyriacou CP, O'Neill JS, Reddy AB (maí 2012). „Peroxiredoxins are conserved markers of circadian rhythms“. Nature. 485 (7399): 459–464. Bibcode:2012Natur.485..459E. doi:10.1038/nature11088. PMC 3398137. PMID 22622569.
  2. Young MW, Kay SA (september 2001). „Time zones: a comparative genetics of circadian clocks“. Nature Reviews. Genetics. 2 (9): 702–715. doi:10.1038/35088576. PMID 11533719. S2CID 13286388.
  3. Björg Þorleifsdóttir (29.3.2019). „Hvaða áhrif hefur dægurklukkan á svefn?“. Vísindavefurinn.
  4. Karítas Kjartansdóttir (1.9.2020). „Líkamsklukkan stýrir svefni, vöku og athöfnum dagslegs lífs“. Betri svefn.