Fara í innihald

Fiskur (matargerð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Matfiskur)
Sushi

Fiskur er mikilvæg fæða fólks um allan heim og aðferðir við að matreiða fisk eru í samræmi við það gríðarlega fjölbreyttar. Aðferðir við matreiðslu fisks fara oft saman við matreiðslu annarra vatnadýra, svo sem skelfisks, krabbadýra og smokka.

Aðeins lítill hluti þeirra 29.000 tegunda fiska sem til eru í heiminum er étinn. Algengar tegundir matfisks eru meðal annars þorskur, lax, ansjósa, vatnakarpi, túnfiskur, silungur og makríll. Matreiðsla þessara fiska fer eftir stærð fisksins, fituinnihaldi og gerð kjötsins (hvort það er hvítt eða dökkt t.d., þétt eða laust í sér).

Fiskur er almennt talinn hollur matur, einkum vegna þess að fitan í fiski inniheldur mikið af Ómega-3 fitusýrum sem taldar eru vinna gegn hjartasjúkdómum. Gagnrýni hefur þó komið fram á þessa viðteknu skoðun og meðal annars hefur verið bent á að aukin mengun gefi tilefni til að forðast fisk frá vissum svæðum.