Matbaun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Matbaun
Baunaafbrigði
Baunaafbrigði
Eitt af mörgum afbrigðum af þurrkuðum baunum
Eitt af mörgum afbrigðum af þurrkuðum baunum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað) Tvíkímblöðungar (Eudicota)
(óraðað) Rósjurtir (Rosida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Ættkvísl: Phaseolus
Tegund:
P. vulgaris

Tvínefni
Phaseolus vulgaris
L.

Matbaun (fræðiheiti Phaseolus vulgaris) er fjölær matjurt sem var ræktuð til forna í Mið-Ameríku og Andesfjöllum en er núna ræktuð víða vegna baunar sem er vinsæl bæði þurrkuð og sem grænar baunir. Laufin eru stundum borðuð og stönglar eru notaðir sem skepnufóður. Matbaunir, squash og maís voru undirstaða undir jarðrækt frumbyggja Ameríku.

Matbaunir eru tvíkímblöðungar. Þær eru baunir sem fá köfnunarefni úr jarðvegi með aðstoð svepprótar.

Blóm venjulegrar matbaunar (afbrigði 'Contender')

Til eru fjölmargar tegundir matbauna og þær hafa verið lengi ræktaðar. Sumar eru runnar 20 – 60 sm sem standa óstuddir en aðrar eru skriðplöntur sem geta orðið 2 – 3 m langar. Blöðin eru græn eða fjólublá, þrískipt. Blómin eru hvít, bleik eða fjólublá og eru um 1 sm .

Þurrkaðar baunir[breyta | breyta frumkóða]

„Painted Pony“ þurrkaðar baunir (Phaseolus vulgaris)

Matbaunir eru eins og aðrar baunir með mikið sterkjuinnihald, eggjahvítuefni og trefjar og eru ágæt uppspretta járns, kalíums, seleniums, molybdenums, þíamíns, B6 vítamíns og fólínsýru.

Phaseolus vulgaris”

Þurrkaðar baunir geta geymst mjög lengi ef þær eru geymdar á þurrum og svölum stað en næringargildi minnkar við geymslu.

Þurrkaðar baunir eru soðnar eftir að hafa legið í bleyti í margar klukkustundir. Það styttir suðutímann að setja baunir í bleyti. Það eru nokkrar aðferðir við að setja baunir í bleyti; ein er að setja þær í bleyti yfir nótt, önnur að sjóða þær í þrjár mínútur og setja svo í bleyti í 2 – 4 tíma, skola og henda vatninu og halda áfram að sjóða. Það tekur lengri tíma að sjóða matbaunir en aðrar ertur. Það tekur einn til tvo klukkutíma.

Í Mexíkó, Mið-Ameríku og Suður-Ameríku er hefðbundið krydd með baunum epazote. Í Austur-Asíu er sérstakri tegund af þangi bætt út í baunir þegar þær sjóða. Salt, sykur og súr fæða eins og tómatar geta valdið því að það þarf lengri suðutíma. Þurrkaðar baunir geta verið seldar eldaðar, niðursoðnar, heilar í vatni og með salti og stundum sykri.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]