Matbaun
Matbaun | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Baunaafbrigði
Eitt af mörgum afbrigðum af þurrkuðum baunum
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Phaseolus vulgaris L. |
Matbaun (fræðiheiti Phaseolus vulgaris) er fjölær matjurt sem var ræktuð til forna í Mið-Ameríku og Andesfjöllum en er núna ræktuð víða vegna baunar sem er vinsæl bæði þurrkuð og sem grænar baunir. Laufin eru stundum borðuð og stönglar eru notaðir sem skepnufóður. Matbaunir, squash og maís voru undirstaða undir jarðrækt frumbyggja Ameríku.
Matbaunir eru tvíkímblöðungar. Þær eru baunir sem fá köfnunarefni úr jarðvegi með aðstoð svepprótar.
Til eru fjölmargar tegundir matbauna og þær hafa verið lengi ræktaðar. Sumar eru runnar 20 – 60 sm sem standa óstuddir en aðrar eru skriðplöntur sem geta orðið 2 – 3 m langar. Blöðin eru græn eða fjólublá, þrískipt. Blómin eru hvít, bleik eða fjólublá og eru um 1 sm .
Þurrkaðar baunir
[breyta | breyta frumkóða]Matbaunir eru eins og aðrar baunir með mikið sterkjuinnihald, eggjahvítuefni og trefjar og eru ágæt uppspretta járns, kalíums, seleniums, molybdenums, þíamíns, B6 vítamíns og fólínsýru.
Þurrkaðar baunir geta geymst mjög lengi ef þær eru geymdar á þurrum og svölum stað en næringargildi minnkar við geymslu.
Þurrkaðar baunir eru soðnar eftir að hafa legið í bleyti í margar klukkustundir. Það styttir suðutímann að setja baunir í bleyti. Það eru nokkrar aðferðir við að setja baunir í bleyti; ein er að setja þær í bleyti yfir nótt, önnur að sjóða þær í þrjár mínútur og setja svo í bleyti í 2 – 4 tíma, skola og henda vatninu og halda áfram að sjóða. Það tekur lengri tíma að sjóða matbaunir en aðrar ertur. Það tekur einn til tvo klukkutíma.
Í Mexíkó, Mið-Ameríku og Suður-Ameríku er hefðbundið krydd með baunum epazote. Í Austur-Asíu er sérstakri tegund af þangi bætt út í baunir þegar þær sjóða. Salt, sykur og súr fæða eins og tómatar geta valdið því að það þarf lengri suðutíma. Þurrkaðar baunir geta verið seldar eldaðar, niðursoðnar, heilar í vatni og með salti og stundum sykri.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Crop Wild Relatives Gap Analysis Portal Geymt 26 febrúar 2011 í Wayback Machine reliable information source on where and what to conserve ex-situ, regarding Phaseolus genepool.
- Fact sheet with nutritional information on pinto beans at WHFoods.org Geymt 3 mars 2009 í Wayback Machine.
- Introducing flageolet beans on the Multilingual Multiscript Plantname Database site.
- Lost Crops of the Incas Geymt 25 febrúar 2007 í Wayback Machine, p. 174 displays a popped seed of P. vulgaris nunas. (An extremely attractive color photograph by J. Kucharski featuring many cultivars can be found in Lost Crops of the Incas between p. 192 & p. 193, unfortunately not shown on web site).
- Plant lectins.
- USAID fact sheet with nutritional information on black beans. Geymt 12 desember 2012 í Wayback Machine
- USAID fact sheet with nutritional information on pinto beans. Geymt 21 apríl 2009 í Wayback Machine
- Dry bean nutritional comparison chart. Geymt 22 mars 2015 í Wayback Machine
- Instruction guide to cooking dried beans